Starfslokasamningar tryggja toppana en launafólk sett út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 13:03 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira