Innlent

Starfsmaður Lyfja og heilsu dró að sér fé

Starfsmanninum var vísað úr starfi eftir að upp komst um þjófnaðinn.
Starfsmanninum var vísað úr starfi eftir að upp komst um þjófnaðinn. Mynd úr safni
Starfsmanni í útibúi Lyfja og Heilsu á Suðurlandi hefur verið vísað úr starfi eftir að upp komst að hann hafi stolið umtalsverðri fjárhæð af fyrirtækinu. Eftir því sem næst verður komist stal starfsmaðurinn að minnsta kosti tveimur milljónum króna.

Þjófnaðurinn komst upp fyrir nokkrum vikum síðan og var starfsmaðurinn rekinn í kjölfarið.

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og Heilsu hefur starfsmaðurinn ekki verið kærður fyrir þjófnaðinn en málið ku vera í ferli hjá fyrirtækinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×