Starfsmenn segja fylgst með klósettferðum sínum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2013 19:15 Í Esju Gæðafæði fer fram kjötvinnsla. Mynd úr safni. Fréttablaðið/GVA Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira