Lífið

Startaði "selfie“-trendinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fréttablaðið segir frá því í dag að útvarpsmaðurinn Siggi Hlö telji sig vera upphafsmann sjálfsmynda á Íslandi, svokallaðra „selfie“. Nú vill Sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson meina að hann hafi startað þeirri tísku sem hefur tröllriðið heimsbyggðinni uppá síðkastið.

„Myndin er tekin að sumri til og ég er brúnaþungur vegna þess að sólin skín í augun á mér. Þarna er ég ellefu ára gamall. Enn með eftirstöðvar ljósa hársins sem varð dökkt á árunum ellefu til fjórtán ára,“ segir Halldór er myndin er tekin árið 1975.

„Hvers vegna ég tók þessa mynd veit ég hreinlega ekki. Myndavélatæknin var ekki betri en svo að maður vissi auðvitað ekki hvort þetta heppnaðist. Það kom bara í ljós mánuði seinna þegar filman kom úr framköllun. Ég man líka að ég var ekkert ánægður með þessa mynd. Fannst hreinlega hallærislegt að hafa gert þetta. En svona er það þegar maður startar trendi. Það er fyrst pínu hallærislegt og svo koma allir á eftir. Þetta tók reyndar ótrúlega langan tíma en nú eru þjóðarleiðtogar farnir að feta í fótspor mín,“ segir Halldór og hefur bara eitt að segja við útvarpsmanninn góðkunna Sigga Hlö, þó á léttum nótum:

„Siggi Hlö hvað?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.