Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum.
Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður.
Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar
„Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá.
Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur.
„Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli.
Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“
STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

