Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. október 2016 10:28 Stefán Karl svaraði spurningum frá Reddit notendum úr sjúkrarúminu. Vísir/Reddit Stefán Karl Stefánsson svaraði spurningum aðdáenda á vefsíðunni Reddit í gær. Um var að ræða svokallað AMA (Ask Me Anything) þar sem notendur geta sent inn spurningar til frægra einstaklinga. Stefán Karl birti mynd af sér úr sjúkrarúminu því til sönnunar að um hann væri raunverulega að ræða. Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. Einn notandi sagðist hafa frekar haldið með Glanna Glæp í þáttunum heldur en öðrum persónum og spurði hvort hann yrði oft var við það viðhorf. „Að halda með skúrknum sýnir að þú þorir. Aðrir krakkar kunnu vel við Glanna vegna þess að hann var hrekkjóttur en við pössuðum alltaf að sýna að hann þurfti að taka afleiðingunum fyrir þá hegðun. Nú virðist hann vera vinsæll því hann var kjánalegur, en það er erfitt að segja hvers vegna hann er dáðari en aðrar persónur,“ svaraði Stefán Karl.Mikilvægt að vera vongóður Annar spurði Stefán Karl hvort að lífsviðhorf hans hefði breyst eftir að hann var greindur með krabbamein, hvað hann hugsi um og hvað fólki fannst þegar hann sagðist vera í Latabæ. „Að greinast með krabbamein er ógnvekjandi. Ég er búin að fara í ágenga aðgerð sem heppnaðist vel og ég er vongóður um að ég komist í gegnum þetta. Takk fyrir að spyrja. Ég hugsa um hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Ég óttast ekki dauðan því ég met lífið of mikils,“ skrifaði Stefán Karl og sagði jafnframt að börn hafi verið fyndin þegar þau áttuðu sig á því að hann léki Glanna og yrðu stundum pínu hrædd. Þá sagði einn notandi frá því að faðir hans hefði greinst með krabbamein í brisi fyrir tveim mánuðum síðan og spurði hvaða ráð Stefán Karl hefði handa honum svo hann gæti veitt föður sínum stuðning. „Ó hvað þetta er leitt að heyra. Ég og fjölskylda mín höfum aðeins haft tæpan mánuð til að venjast hugmyndinni um að ég sé með krabbamein. Ég fór í aðgerð þann fjórða og er að jafna mig ótrúlega vel. Ég og eiginkonan mín höfum átt löng samtöl um þessar aðstæður og erum raunsæ um allar mögulegar útkomur. Þú verður að vera jákvæður og vongóður og hugsa um sjálfan þig svo þú getir stutt pabba þinn. Hann mun þarfnast þess. Ekki vera leiður á svip, njóttu hvers augnabliks eins vel og þ ú getur og reyndu að tala við einhvern. Við verðum að lifa lífinu til fullnustu alltaf, jafnvel á erfiðum tímum. Ég vona að allt fari vel með pabba þinn. Ást til þín og fjölskyldu þinnar.“Eitt Latabæjarmeme.Vísir/RedditGlanni myndarlegri en Morrissey Ekki voru allar spurningarnar á alvarlegu nótunum og spurði einn hvort að Stefán Karl spili enn á harmonikku. „Já, þegar ég er í stuði,“ var svarið. Þá spurði annar hvort að honum fyndist Glanni vera líkur söngvaranum Morrissey og sagði Stefán Karl að það væru vissulega líkindi, en að Glanni væri myndarlegri. Þá gaf hann upprennandi grínleikara þau ráð að horfa á Buster Keaton, Charlie Chaplin. Harold Lloyd og Wile E. Coyote. Við spurningu um hvað Glanni hugsaði raunverulega um íbúa Latabæjar var svarið „Ég vildi að ég gæti verið vinur þeirra.“ Þá var Stefán Karl einnig spurður hvort hann hefð séð svokölluð Latabæjar meme. Meme er athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Stefán Karl virðist vera hæstánægður með þetta uppátæki. „Já ég hef séð þau upp á síðkastið. Það er skemmtilegt að þau hafi aðra merkingu en þegar atriðin voru tekin upp. Ég tek þessu sem hrósi, þetta þýðir að þátturinn okkar hefur haft merkingu fyrir fólk.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson svaraði spurningum aðdáenda á vefsíðunni Reddit í gær. Um var að ræða svokallað AMA (Ask Me Anything) þar sem notendur geta sent inn spurningar til frægra einstaklinga. Stefán Karl birti mynd af sér úr sjúkrarúminu því til sönnunar að um hann væri raunverulega að ræða. Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. Einn notandi sagðist hafa frekar haldið með Glanna Glæp í þáttunum heldur en öðrum persónum og spurði hvort hann yrði oft var við það viðhorf. „Að halda með skúrknum sýnir að þú þorir. Aðrir krakkar kunnu vel við Glanna vegna þess að hann var hrekkjóttur en við pössuðum alltaf að sýna að hann þurfti að taka afleiðingunum fyrir þá hegðun. Nú virðist hann vera vinsæll því hann var kjánalegur, en það er erfitt að segja hvers vegna hann er dáðari en aðrar persónur,“ svaraði Stefán Karl.Mikilvægt að vera vongóður Annar spurði Stefán Karl hvort að lífsviðhorf hans hefði breyst eftir að hann var greindur með krabbamein, hvað hann hugsi um og hvað fólki fannst þegar hann sagðist vera í Latabæ. „Að greinast með krabbamein er ógnvekjandi. Ég er búin að fara í ágenga aðgerð sem heppnaðist vel og ég er vongóður um að ég komist í gegnum þetta. Takk fyrir að spyrja. Ég hugsa um hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Ég óttast ekki dauðan því ég met lífið of mikils,“ skrifaði Stefán Karl og sagði jafnframt að börn hafi verið fyndin þegar þau áttuðu sig á því að hann léki Glanna og yrðu stundum pínu hrædd. Þá sagði einn notandi frá því að faðir hans hefði greinst með krabbamein í brisi fyrir tveim mánuðum síðan og spurði hvaða ráð Stefán Karl hefði handa honum svo hann gæti veitt föður sínum stuðning. „Ó hvað þetta er leitt að heyra. Ég og fjölskylda mín höfum aðeins haft tæpan mánuð til að venjast hugmyndinni um að ég sé með krabbamein. Ég fór í aðgerð þann fjórða og er að jafna mig ótrúlega vel. Ég og eiginkonan mín höfum átt löng samtöl um þessar aðstæður og erum raunsæ um allar mögulegar útkomur. Þú verður að vera jákvæður og vongóður og hugsa um sjálfan þig svo þú getir stutt pabba þinn. Hann mun þarfnast þess. Ekki vera leiður á svip, njóttu hvers augnabliks eins vel og þ ú getur og reyndu að tala við einhvern. Við verðum að lifa lífinu til fullnustu alltaf, jafnvel á erfiðum tímum. Ég vona að allt fari vel með pabba þinn. Ást til þín og fjölskyldu þinnar.“Eitt Latabæjarmeme.Vísir/RedditGlanni myndarlegri en Morrissey Ekki voru allar spurningarnar á alvarlegu nótunum og spurði einn hvort að Stefán Karl spili enn á harmonikku. „Já, þegar ég er í stuði,“ var svarið. Þá spurði annar hvort að honum fyndist Glanni vera líkur söngvaranum Morrissey og sagði Stefán Karl að það væru vissulega líkindi, en að Glanni væri myndarlegri. Þá gaf hann upprennandi grínleikara þau ráð að horfa á Buster Keaton, Charlie Chaplin. Harold Lloyd og Wile E. Coyote. Við spurningu um hvað Glanni hugsaði raunverulega um íbúa Latabæjar var svarið „Ég vildi að ég gæti verið vinur þeirra.“ Þá var Stefán Karl einnig spurður hvort hann hefð séð svokölluð Latabæjar meme. Meme er athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Stefán Karl virðist vera hæstánægður með þetta uppátæki. „Já ég hef séð þau upp á síðkastið. Það er skemmtilegt að þau hafi aðra merkingu en þegar atriðin voru tekin upp. Ég tek þessu sem hrósi, þetta þýðir að þátturinn okkar hefur haft merkingu fyrir fólk.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira