Stefna Frjálslyndra í málum innflytjenda vekur ugg 6. nóvember 2006 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt." Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt."
Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira