Stefnir í 60 prósenta fækkun kennara á næstu áratugum Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Grunnskólakennurum gæti fækkað stórlega verði ekkert að gert. Hér má sjá bekkjarkennara taka á móti nemendum sínum í þriðja bekk. vísir/GVA Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira