Stefnir í 60 prósenta fækkun kennara á næstu áratugum Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Grunnskólakennurum gæti fækkað stórlega verði ekkert að gert. Hér má sjá bekkjarkennara taka á móti nemendum sínum í þriðja bekk. vísir/GVA Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira