Innlent

Stefnt að því að leyfa gæludýr í almenningsvögnum

Jakob Bjarnar skrifar
Í næstu viku mun hefjast vinna varðandi útfærslu á þessu, til að vinna að reglum í tengslum við að leyfa gæludýr í Strætó.
Í næstu viku mun hefjast vinna varðandi útfærslu á þessu, til að vinna að reglum í tengslum við að leyfa gæludýr í Strætó. vísir/getty/gva
Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó BS mun innan skamms hefjast vinna við útfærslu á breyttum reglum sem miða að því að gæludýr verði leyfð í strætó.

Vísir ræddi við upplýsingafulltrúa Strætó BS vegna fréttar um undirskriftasöfnun þar sem skorað er á fyrirtækið að leyfa gæludýr í strætó. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir að Strætó BS fagni þessu framtaki Andra. „Í næstu viku mun hefjast vinna varðandi útfærslu á þessu, til að vinna að reglum í tengslum við að leyfa gæludýr í Strætó,“ segir Guðrún Ágústa.

Gæludýr hafa verið bönnuð í almenningsvögnum frá upphafi aksturs á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Gæludýrin með í strætó

Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur.

Ofsóttir hundaeigendur hafa fengið nóg

Guðfinnur Sigurvinsson fjölmiðlamaður segir hundaeigendur beinlínis ofsótta og furðar sig á hinni ríku bannhyggju Íslendinga og ofstæki gagnvart hundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×