Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 12:52 Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. vísir Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira