Steinar Bragi vill gefa Salvöru færi á að biðjast afsökunar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 18:16 Fjölmargir úr bókmenntaheiminum hafa skorað á lektorinn að taka færsluna niður en allt kemur fyrir ekki. Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, ýjar að því án þess að fullyrða þar um, á Facebook-síðu sinni að Steinar Bragi rithöfundur sé maðurinn sem Eva Dís Þórðardóttir talar um í opinskáu viðtali – maður sem hún var í ofbeldisfullu sambandi við. Samkvæmt Þórarni Leifssyni rithöfundi ætlar Steinar Bragi að leita réttar síns vegna ummæla Salvarar. Salvör er lektor í upplýsingatækni og færslu sína birtir hún á Facebook síðu sinni. „Er ekki alveg eins gott að segja bara nafnið á manninum sem stúlkan vísar í,“ spyr Salvör. „Þessi sem var á listamannalaunum. Ég er ekki að segja að það sé Steinar Bragi en sögusvið sumra sagna hans er ansi myrkt. En hann er ekki sá eini sem skrifar um ofbeldi gagnvart konum. Glæpasögur er ein vinsælasta sögugerð nútímans og þemað þar er oft kynferðislegt ofbeldi.“Skorað á Salvöru að taka færsluna niðurViðtalið við Evu Dís hefur vakið mikla athygli en þar greinir hún frá tildrögum þess sem hún segir að hafi orðið til þess að hún leiddist út í vændi. Meðal annars var hún í ofbeldisfullu sambandi við eldri mann sem kúgaði hana og vildi láta hana gera eitt og annað sem misbauð blygðunarkennd hennar. Eva Dís segir manninn hafa verið á listamannalaunum og að hennar sögn hafi hann þess vegna haft nægan tíma til að atast í henni.Fjölmargir hafa, nú í allan dag, skorað á Salvöru að taka færslu sína niður.Nokkrir hafa gert athugasemd við ummæli Salvarar í dag fordæmt skrif hennar og skorað á hana að taka þau niður hið fyrsta og biðjast afsökunar á orðum sínum. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er einn þeirra sem segir: „Þetta eru svo rætin og andstyggileg ummæli að þau eru náttúrlega ekki svaraverð. Ég vil samt benda þér á tvennt: Í fyrsta lagi segir Eva að þetta hafi verið eldri maður. Í öðru lagi þarf fólk að vera verulega illa læst til að sjá ekki að allt það ofbeldi sem lýst er í bókum Steinars er sett fram til að gagnrýna það og fordæma. Ef þú hefur lesið Kötu og dettur í hug að tengja Steinar Braga við ofbeldi af þessu tagi segir það ekkert um Steinar en töluvert um það hvernig þú hugsar.“Steinar Bragi kominn með lögmann í málið Kristján B. Jónasson útgefandi er annar: „Þetta er ótrúlega rætið og ógeðslegt, hvlíkur rógur og vesalmennska í þér.“ Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson tilkynnti að hann hafi sett sig í samband við Steinar Braga og að Steinar Bragi hafi falið lögfræðingi að kanna málið. „Mér er ljúft og skilt að skila því frá Steinari Braga Guðmundssyni (Sem er ekki á Facebook) að lögfræðingur hefur verið fenginn til að skoða málið eftir að Salvör Kristjana leiddi algjörlega hjá sér óskir um að efnið yrði tekið út án tafar og um leið beðist afsökunar á dónaskapnum.“Í samtali við DV segir Steinar Bragi að hann íhugi málarekstur en hann vilji afsökunarbeiðni frá Salvör. „Ætli ég gefi henni ekki færi á því enn þá, þótt eflaust hafi fullt af fólki séð færsluna. - Það gleður mig ekkert sérstaklega að þurfa í málarekstur yfir meiðyrðum og sóa með því tíma fjölda manna. En það er jafn erfitt að sitja þegjandi hjá þegar ég er bendlaður við svona hryggilegt mál,“ segir Steinar Bragi. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Steinari Braga við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.Uppfært 22:50:Salvör hefur nú fjarlægt færsluna af Facebook síðu sinni.Uppfært 23:45Salvör Kristjana hefur haft samband við Steinar Braga og beðið hann afsökunar á ummælum sínum. Fyrirsögn fréttarinnar hefur jafnframt verið breytt. Tengdar fréttir Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, ýjar að því án þess að fullyrða þar um, á Facebook-síðu sinni að Steinar Bragi rithöfundur sé maðurinn sem Eva Dís Þórðardóttir talar um í opinskáu viðtali – maður sem hún var í ofbeldisfullu sambandi við. Samkvæmt Þórarni Leifssyni rithöfundi ætlar Steinar Bragi að leita réttar síns vegna ummæla Salvarar. Salvör er lektor í upplýsingatækni og færslu sína birtir hún á Facebook síðu sinni. „Er ekki alveg eins gott að segja bara nafnið á manninum sem stúlkan vísar í,“ spyr Salvör. „Þessi sem var á listamannalaunum. Ég er ekki að segja að það sé Steinar Bragi en sögusvið sumra sagna hans er ansi myrkt. En hann er ekki sá eini sem skrifar um ofbeldi gagnvart konum. Glæpasögur er ein vinsælasta sögugerð nútímans og þemað þar er oft kynferðislegt ofbeldi.“Skorað á Salvöru að taka færsluna niðurViðtalið við Evu Dís hefur vakið mikla athygli en þar greinir hún frá tildrögum þess sem hún segir að hafi orðið til þess að hún leiddist út í vændi. Meðal annars var hún í ofbeldisfullu sambandi við eldri mann sem kúgaði hana og vildi láta hana gera eitt og annað sem misbauð blygðunarkennd hennar. Eva Dís segir manninn hafa verið á listamannalaunum og að hennar sögn hafi hann þess vegna haft nægan tíma til að atast í henni.Fjölmargir hafa, nú í allan dag, skorað á Salvöru að taka færslu sína niður.Nokkrir hafa gert athugasemd við ummæli Salvarar í dag fordæmt skrif hennar og skorað á hana að taka þau niður hið fyrsta og biðjast afsökunar á orðum sínum. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er einn þeirra sem segir: „Þetta eru svo rætin og andstyggileg ummæli að þau eru náttúrlega ekki svaraverð. Ég vil samt benda þér á tvennt: Í fyrsta lagi segir Eva að þetta hafi verið eldri maður. Í öðru lagi þarf fólk að vera verulega illa læst til að sjá ekki að allt það ofbeldi sem lýst er í bókum Steinars er sett fram til að gagnrýna það og fordæma. Ef þú hefur lesið Kötu og dettur í hug að tengja Steinar Braga við ofbeldi af þessu tagi segir það ekkert um Steinar en töluvert um það hvernig þú hugsar.“Steinar Bragi kominn með lögmann í málið Kristján B. Jónasson útgefandi er annar: „Þetta er ótrúlega rætið og ógeðslegt, hvlíkur rógur og vesalmennska í þér.“ Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson tilkynnti að hann hafi sett sig í samband við Steinar Braga og að Steinar Bragi hafi falið lögfræðingi að kanna málið. „Mér er ljúft og skilt að skila því frá Steinari Braga Guðmundssyni (Sem er ekki á Facebook) að lögfræðingur hefur verið fenginn til að skoða málið eftir að Salvör Kristjana leiddi algjörlega hjá sér óskir um að efnið yrði tekið út án tafar og um leið beðist afsökunar á dónaskapnum.“Í samtali við DV segir Steinar Bragi að hann íhugi málarekstur en hann vilji afsökunarbeiðni frá Salvör. „Ætli ég gefi henni ekki færi á því enn þá, þótt eflaust hafi fullt af fólki séð færsluna. - Það gleður mig ekkert sérstaklega að þurfa í málarekstur yfir meiðyrðum og sóa með því tíma fjölda manna. En það er jafn erfitt að sitja þegjandi hjá þegar ég er bendlaður við svona hryggilegt mál,“ segir Steinar Bragi. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Steinari Braga við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.Uppfært 22:50:Salvör hefur nú fjarlægt færsluna af Facebook síðu sinni.Uppfært 23:45Salvör Kristjana hefur haft samband við Steinar Braga og beðið hann afsökunar á ummælum sínum. Fyrirsögn fréttarinnar hefur jafnframt verið breytt.
Tengdar fréttir Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13