Steingrímur í atvinnuvegaráðuneytið - Samfylkingin fær fjármálaráðuneytið Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2011 12:00 Gangi áform forystumanna ríkisstjórnarinnar eftir verður Steingrímur J. Sigfússon nýr atvinnuvegaráðherra með verkefni úr þremur ráðuneytum og Samfylkingin fær fjármálaráðuneytið. Umhverfisráðuneytið fær til sín verkefni frá iðnaðarráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Forsætisráðherra átti síðla dags í gær og í gærkvöldi samtöl við alla þingmenn í þingflokki Samfylkingarinnar þar sem þeim voru kynnt þau áform forystumanna ríkisstjórnarinnar að fækka ráðherrum um tvo. Þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingar munu funda í dag kl. 17:45 þar sem breytingarnar verða formlega afgreiddar. Þeir ráðherrar sem munu yfirgefa ríkisstjórnina eru Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason. Verkefni ráðuneyti þeirra verða færð tímabundið til annarra ráðherra, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki lagt niður formlega strax heldur verður skipuð sérstök ráðherranefnd sem mun fjalla um breytingar á stjórnarráðinu. Til stendur að stofna nýtt atvinnuvegaráðuneyti, en samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti og auk þess verða verkefni frá iðnaðarráðuneyti færð til þessa sama ráðuneytis. Ef áform forystumanna ríkisstjórnarinnar ganga eftir verður Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna nýr atvinnuvegaráðherra í stóru og öflugu ráðuneyti en búist er við að nokkurra mánaða aðlögunartími sé framundan áður en þessar breytingar verða formlega afgreiddar. Í þessu samhengi hefur verið nefnt að fullbúið muni nýtt atvinnuvegaráðuneyti líta dagsins ljós í apríl næstkomandi. Í millitíðinni verður stofnuð sérstök ráðherranefnd, eins og áður segir, sem mun fjalla um útfærsluna á ráðuneytunum. Fréttastofa hefur þetta eftir heimildum úr þingflokkum beggja stjórnarflokka og ríkisstjórn. Þá fær umhverfisráðuneytið til sín verkefni frá iðnaðarráðuneyti og verða völd þess ráðuneytis aukin í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti undir forystu Svandísar Svavarsdóttur.Fjármálaráðuneytið til Samfylkingarinnar Við þessar breytingar fær Samfylkingin fjármálaráðuneytið og samkvæmt heimildum fréttastofu hafa tveir ráðherrar verið nefndir í því samhengi. Annars vegar að Guðbjartur Hannesson fari úr velferðarráðuneyti í fjármálaráðuneyti, en hann er fyrrverandi formaður fjárlaganefndar eða að Oddný Harðardóttir, sem einnig er fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, verði nýr fjármálaráðherra. Ekki mun fjölga í ríkisstjórn við þessar breytingar því Katrín Júlísdóttir fer í fæðingarorlof á nýju ári og verkefni iðnaðarráðuneytis skiptast milli nýs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, eins og áður segir. Mikil andstaða er við þau áform innan þingflokks Samfylkingarinnar að Vinstri grænir taki við stóru atvinnuvegaráðuneyti en litið er svo á að með því að færa fjármálaráðuneytið til Samfylkingarinnar hafi sáttagrundvelli verið náð meðal þingmanna úr báðum stjórnarflokkunum. Fjallað verður áfram um málið á hér Vísi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Gangi áform forystumanna ríkisstjórnarinnar eftir verður Steingrímur J. Sigfússon nýr atvinnuvegaráðherra með verkefni úr þremur ráðuneytum og Samfylkingin fær fjármálaráðuneytið. Umhverfisráðuneytið fær til sín verkefni frá iðnaðarráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Forsætisráðherra átti síðla dags í gær og í gærkvöldi samtöl við alla þingmenn í þingflokki Samfylkingarinnar þar sem þeim voru kynnt þau áform forystumanna ríkisstjórnarinnar að fækka ráðherrum um tvo. Þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingar munu funda í dag kl. 17:45 þar sem breytingarnar verða formlega afgreiddar. Þeir ráðherrar sem munu yfirgefa ríkisstjórnina eru Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason. Verkefni ráðuneyti þeirra verða færð tímabundið til annarra ráðherra, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki lagt niður formlega strax heldur verður skipuð sérstök ráðherranefnd sem mun fjalla um breytingar á stjórnarráðinu. Til stendur að stofna nýtt atvinnuvegaráðuneyti, en samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti og auk þess verða verkefni frá iðnaðarráðuneyti færð til þessa sama ráðuneytis. Ef áform forystumanna ríkisstjórnarinnar ganga eftir verður Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna nýr atvinnuvegaráðherra í stóru og öflugu ráðuneyti en búist er við að nokkurra mánaða aðlögunartími sé framundan áður en þessar breytingar verða formlega afgreiddar. Í þessu samhengi hefur verið nefnt að fullbúið muni nýtt atvinnuvegaráðuneyti líta dagsins ljós í apríl næstkomandi. Í millitíðinni verður stofnuð sérstök ráðherranefnd, eins og áður segir, sem mun fjalla um útfærsluna á ráðuneytunum. Fréttastofa hefur þetta eftir heimildum úr þingflokkum beggja stjórnarflokka og ríkisstjórn. Þá fær umhverfisráðuneytið til sín verkefni frá iðnaðarráðuneyti og verða völd þess ráðuneytis aukin í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti undir forystu Svandísar Svavarsdóttur.Fjármálaráðuneytið til Samfylkingarinnar Við þessar breytingar fær Samfylkingin fjármálaráðuneytið og samkvæmt heimildum fréttastofu hafa tveir ráðherrar verið nefndir í því samhengi. Annars vegar að Guðbjartur Hannesson fari úr velferðarráðuneyti í fjármálaráðuneyti, en hann er fyrrverandi formaður fjárlaganefndar eða að Oddný Harðardóttir, sem einnig er fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, verði nýr fjármálaráðherra. Ekki mun fjölga í ríkisstjórn við þessar breytingar því Katrín Júlísdóttir fer í fæðingarorlof á nýju ári og verkefni iðnaðarráðuneytis skiptast milli nýs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, eins og áður segir. Mikil andstaða er við þau áform innan þingflokks Samfylkingarinnar að Vinstri grænir taki við stóru atvinnuvegaráðuneyti en litið er svo á að með því að færa fjármálaráðuneytið til Samfylkingarinnar hafi sáttagrundvelli verið náð meðal þingmanna úr báðum stjórnarflokkunum. Fjallað verður áfram um málið á hér Vísi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira