Steingrímur vill halda í krónuna - ósammála Mats Josefsson Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2009 18:41 Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál. Vinstri grænir eru í þeirri einkennilegu stöðu að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn best fyrir því af krafti að Íslendingar gangi í Evrópusambandið á meðan pólitísk sannfæring formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, og flestra annarra í þingflokknum, er á þann veg að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan sambandsins. „Ég met það svo að það sé ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það hefur ekkert breyst í mínu mati á því. Ég sé ekkert sjónmáli sem er líklegt að hafa þar áhrif á mig. Ef eitthvað er þá hefur reynslan af þessu ári sannfært mig enn betur um kostina sem geta verið því samfara að hafa eigin gjaldmiðil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að það horfi allir á íslensku krónuna sem veikleika en gleymi kostunum sem henni fylgi. „Það horfa allir á það sem veikleika en gleyma hinu að við vissar aðstæður getur það skipt sköpum fyrir lönd að koma sér í gegnum erfiðleika. Það er enginn vafi á því að það sem er að hjálpa okkur mjög mikið er að útflutnings- og samkeppnisgreinar búa við hagstæð skilyrði og það hleypur kraftur í þær við þessar aðstæður og það skiptir okkur afar miklu máli," segir Steingrímur. Steingrímur segist kynna sér allar upplýsingar vel og meti hlutina út frá aðstæðum hverju sinni. Það hafi þó ekki breytt afstöðu hans. Hann er þarna algjörlega ósammála Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna, en hann sagði í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu að hann sæi ekki hvernig Ísland gæti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil. Hann segir að aðlögunarhæfni hagkerfisins sé m.a að sýna sig í gegnum gjaldmiðilinn og fleira komi til. „Í það heila tekið hefur mín afstaða ekki breyst í þessum efnum. [...] Það er ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og ólíklegt að við fáum samning sem er svo góður það verði mikið álitamál," segir Steingrímur. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál. Vinstri grænir eru í þeirri einkennilegu stöðu að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn best fyrir því af krafti að Íslendingar gangi í Evrópusambandið á meðan pólitísk sannfæring formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, og flestra annarra í þingflokknum, er á þann veg að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan sambandsins. „Ég met það svo að það sé ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það hefur ekkert breyst í mínu mati á því. Ég sé ekkert sjónmáli sem er líklegt að hafa þar áhrif á mig. Ef eitthvað er þá hefur reynslan af þessu ári sannfært mig enn betur um kostina sem geta verið því samfara að hafa eigin gjaldmiðil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að það horfi allir á íslensku krónuna sem veikleika en gleymi kostunum sem henni fylgi. „Það horfa allir á það sem veikleika en gleyma hinu að við vissar aðstæður getur það skipt sköpum fyrir lönd að koma sér í gegnum erfiðleika. Það er enginn vafi á því að það sem er að hjálpa okkur mjög mikið er að útflutnings- og samkeppnisgreinar búa við hagstæð skilyrði og það hleypur kraftur í þær við þessar aðstæður og það skiptir okkur afar miklu máli," segir Steingrímur. Steingrímur segist kynna sér allar upplýsingar vel og meti hlutina út frá aðstæðum hverju sinni. Það hafi þó ekki breytt afstöðu hans. Hann er þarna algjörlega ósammála Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna, en hann sagði í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu að hann sæi ekki hvernig Ísland gæti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil. Hann segir að aðlögunarhæfni hagkerfisins sé m.a að sýna sig í gegnum gjaldmiðilinn og fleira komi til. „Í það heila tekið hefur mín afstaða ekki breyst í þessum efnum. [...] Það er ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og ólíklegt að við fáum samning sem er svo góður það verði mikið álitamál," segir Steingrímur.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent