Íslenski boltinn

Steinþór Freyr til Örgryte

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson. Mynd/Anton

Steinþór Freyr Þorsteinsson skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við sænska B-deildarfélagið Örgryte í Gautaborg.

„Ég er ánægður með þetta enda toppklúbbur og kjörið tækifæri fyrir mig að stíga næsta skrefið á mínum ferli," sagði Steinþór Freyr við Vísi í kvöld. „Ég tel að þarna geti ég bætt mig og þroskast sem leikmaður."

Hann kveður nú Stjörnuna en hann kom til félagsins í febrúar í fyrra frá Breiðabliki þar sem hann hafði lítið fengið að spila.

„Ég á Stjörnunni allt að þakka og ég væri ekki að fara út nema vegna þess að ég var þar," sagði hann. „Ég komst í landsliðið með því að spila í Stjörnunni á meðan ég komst varla í liðið í Breiðabliki."

„Þetta hefur verið frábær tími og stuðningsmennirnir hafa verið sérstaklega góðir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×