Stelpur vilja kannski vera Batman en ekki prinsessur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 00:00 Auglýsingar með grímubúningum viðhalda oft staðalímyndum, að sögn Barnaheilla. Vísir/Anton Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“ Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira