Stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu 11. mars 2009 10:19 Þórhallur Vilhjálmsson Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira