Steypireyður laskaðist í hraðsuðu í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2013 00:01 Ríkisstjórnin ákvað að beinagrindin úr hvalnum á Skaga yrði gerð sýningarhæf og hún mun verða það – þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn við hreinsun beinanna.Mynd/Valur Örn ÞorValdsson Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga. Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga.
Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira