Innlent

Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Þjóðhátíðarnefnd hefur boðið Stígamótum og Neyðarmóttöku Landspítalans að fara yfir forvarnarstarf, gæslu og viðbragðsteymi Þjóðhátíðar í Eyjum. Sjö hljómsveitir hafa ákveðið að koma ekki fram á hátíðinni nema stefnubreyting verði þar varðandi upplýsingagjöf um kynferðisbrot.

Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að ÍBV skipuleggi og haldi hátíðina en að félagið hafi ekkert ákvörðunarvald um það hvenær eða með hvaða hætti lögregluyfirvöld kjósi að segja frá hugsanlegum lögbrotum sem framin séu á hátíðarsvæðinu.

„Kynferðisofbeldi er aldrei þolandanum eða umhverfinu að kenna; alltaf gerandanum einum. Við treystum því að vinnubrögð lögreglu í hverju tilviki ráðist af því meginmarkmiði að hlífa þolandanum og koma höndum yfir gerandann.“

Félagið og nefndin segjast vilja vinna með öllum til að tryggja ofangreind markmið. Þar með talið þeim tónlistarmönnum "sem hafi stigið fram og vilji leggja hönd á plóginn." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×