Stjarna Stundarinnar okkar flytur til Bandaríkjanna 4. febrúar 2011 12:00 Eiginkona Björgvins Franz langar í nám til Wisconsin í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf. Hann hyggst hins vegar vera heimavinnandi „húsmóðir“ fyrst um sinn. Fréttablaðið/GVA „Ég er bara einfaldlega að fara að snúa mér að öðru og framtíð mín mun væntanlega skýrast á næstu mánuðum,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Björgvin hefur síðustu þrjú ár stjórnað Stundinni okkar á RÚV en hefur ákveðið að láta af störfum eftir þennan vetur. „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri ekki það skemmtilegasta sem ég hafi tekið mér fyrir hendur. En maður verður líka að þekkja sinn vitjunartíma og ég fann bara að minn tími var kominn. Það er svo skrítið hvernig maður finnur þetta,“ segir Björgvin. Talsverð upphefð felst í því að vera falið að stjórna Stundinni okkar enda hefur þátturinn verið eitt vinsælasta barnaefnið frá fyrsta þætti árið 1966. En nú hefur Björgvin sem sagt ákveðið að hætta. „Sko, konuna mína langar til Ameríku í nám í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf og ég mun að öllum líkindum elta hana. Þetta skýrist hins vegar á næstu mánuðum,“ segir Björgvin og það þarf næstum að tosa framhaldið upp úr honum með töngum. „Hún hefur verið að skoða skóla í borg sem er kaldari en Ísland, í Wisconsin. Ég spurði hana reyndar hvort hún gæti ekki hugsað sér eitthvert nám í Kaliforníu þar sem er aðeins hlýrra en besti skólinn er víst í Wisconsin. Frændfólk mitt á reyndar heima í Minneapolis sem er í klukkustundar fjarlægð þannig að það ætti ekki að væsa um okkur,“ bætir Björgvin við. Sjálfur sér hann það fyrir sér að vera heimavinnandi „húsmóðir“ fyrst um sinn. „Og svo er það nú einu sinni þannig að maður á sér alltaf gæluverkefni sem maður hefur ekki tíma til að sinna. Mig langar að skrifa meira og ætli ég reyni ekki að sinna því.“ RÚV hefur þegar auglýst eftir nýjum umsjónarmanni Stundarinnar okkar. Björgvin segir tímasetninguna með ráðnum hug, hann langi til að setja brotthvarf sitt inn í söguþráð Stundarinnar. Svo hafi menn líka viljað fá góðan tíma til að vega og meta umsóknir, finna hæfasta umsækjandann og skóla hann aðeins til. „Ég hvet alla sem hafa ástríðu fyrir þessu að sækja um því það er engu logið. Þetta er eitt skemmtilegasta starf sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Ég er bara einfaldlega að fara að snúa mér að öðru og framtíð mín mun væntanlega skýrast á næstu mánuðum,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Björgvin hefur síðustu þrjú ár stjórnað Stundinni okkar á RÚV en hefur ákveðið að láta af störfum eftir þennan vetur. „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri ekki það skemmtilegasta sem ég hafi tekið mér fyrir hendur. En maður verður líka að þekkja sinn vitjunartíma og ég fann bara að minn tími var kominn. Það er svo skrítið hvernig maður finnur þetta,“ segir Björgvin. Talsverð upphefð felst í því að vera falið að stjórna Stundinni okkar enda hefur þátturinn verið eitt vinsælasta barnaefnið frá fyrsta þætti árið 1966. En nú hefur Björgvin sem sagt ákveðið að hætta. „Sko, konuna mína langar til Ameríku í nám í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf og ég mun að öllum líkindum elta hana. Þetta skýrist hins vegar á næstu mánuðum,“ segir Björgvin og það þarf næstum að tosa framhaldið upp úr honum með töngum. „Hún hefur verið að skoða skóla í borg sem er kaldari en Ísland, í Wisconsin. Ég spurði hana reyndar hvort hún gæti ekki hugsað sér eitthvert nám í Kaliforníu þar sem er aðeins hlýrra en besti skólinn er víst í Wisconsin. Frændfólk mitt á reyndar heima í Minneapolis sem er í klukkustundar fjarlægð þannig að það ætti ekki að væsa um okkur,“ bætir Björgvin við. Sjálfur sér hann það fyrir sér að vera heimavinnandi „húsmóðir“ fyrst um sinn. „Og svo er það nú einu sinni þannig að maður á sér alltaf gæluverkefni sem maður hefur ekki tíma til að sinna. Mig langar að skrifa meira og ætli ég reyni ekki að sinna því.“ RÚV hefur þegar auglýst eftir nýjum umsjónarmanni Stundarinnar okkar. Björgvin segir tímasetninguna með ráðnum hug, hann langi til að setja brotthvarf sitt inn í söguþráð Stundarinnar. Svo hafi menn líka viljað fá góðan tíma til að vega og meta umsóknir, finna hæfasta umsækjandann og skóla hann aðeins til. „Ég hvet alla sem hafa ástríðu fyrir þessu að sækja um því það er engu logið. Þetta er eitt skemmtilegasta starf sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira