Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hlusti betur á almenning Forsvarsmenn níu félagasamtaka útivistarfólks skrifar 8. desember 2010 14:00 Í grein í Fréttablaðinu 3. nóvember sakar stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tiltekna útivistarhópa um neikvæðan og villandi málflutning varðandi tillögur að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta er alvarleg ásökun sem snertir marga aðila s.s. jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenning. Þetta mál snýst í raun um rétt almennings til ferðafrelsis innan Vatnajökulsþjóðgarðs, en þar hafa margir ólíkir útivistarhópar ferðast saman í áratugi. Það var gefið loforð við stofnun Vatnajökulsgarðs um að ekki yrði takmörkuð sú útivist sem þar hafi verið stunduð. Staðreyndin er samt sú að í fyrirliggjandi tillögum að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggja hjá umhverfisráðherra, er verið að ganga mun lengra í takmörkunum og höftum á ferðafrelsi og útivist, en almenningur á Íslandi getur sætt sig við. Hverjar eru staðreyndir málsins: 1. Vegslóðar: Stjórn VJÞ segir ósatt að heildarlengd lokaðra vegslóða sé um 50 kílómetrar. Bara lokanir á Vikrafellsleið e (45 kílómetrar) og Vonarskarðsvegi (17 kílómetrar) gera samtals 62 kílómetra og eru þá ótaldar fjölmargar leiðir á Jökulheimasvæðinu. 2. Útivistarþarfir: Stjórn VJÞ segir þjóðgarða ekki geta uppfyllt allar þarfir útivistarfólks. Lokun á vinsælum ferðamannaleiðum án rökstuðnings um verndun tegunda og vistkerfa, verndun víðerna og friðhelgi er ekki ásættanleg. Stjórn VJÞ hefur engin rök fyrir þessum lokunum og telur sig ekki þurfa að setja þær fram. 3. Sambúð útivistarhópa: Stjórn VJÞ gengur út frá því að sambúð mismunandi útivistarhópa sé ekki raunhæfur möguleiki. Margir hafa einmitt bent á að það ætti að vera hlutverk landvarða að tryggja að ekki skapist árekstrar milli þessara hópa og nota m.a. tilkynningaskyldu. Með slíku fyrirkomulagi ættu einmitt að skapast forsendur fyrir samstarfi í stað sundrungar þeirra sem nýta sér þjónustu þjóðgarðsins. 4. Saga og menning: Þjóðgarðar hljóta að eiga að taka tillit til sögu og menningar þjóðar. Að loka Bárðargötu, elstu þjóðleið Íslendinga yfir hálendið fyrir akandi umferð og hestafólki er algjört tillitsleysi við sögu og menningu okkar Íslendinga. 5. Stærð landsvæða: Stjórn VJÞ segir að einungis sé verið að banna skotveiðar á 3,4% af nytjalandi garðsins utan jökla. Austursvæðið í VJÞ skiptir veiðimenn mestu máli, en það ásamt suðursvæði VJÞ eru þau svæði sem eru veiðanleg innan garðsins. Það er verið að loka um 23% af veiðanlegu svæði innan VJÞ með stofnun griðlands innan Snæfellsöræfa. 6. Skotveiðar í þjóðgarði nýlunda: Það er ekki rétt að veiðar í þjóðgörðum sé nýlunda, þær eru stundaðar í þjóðgörðum víða um heim. Skotveiði á ekki að vera sjálfsögð í þjóðgörðum, en veiðimenn hafa hins vegar hvatt til þess að veiðistjórnun sé byggð á traustum grunni og framkvæmd af Veiðistjórnarembættinu, sem hefur heildaryfirsýn yfir ástand stofna á Íslandi. 7. Seinkun á veiðitíma: Stjórn VJÞ leggur til að veiðar á gæs verði ekki heimilaðar frá 20. ágúst heldur frá 1. september, ólíkt því sem er annars staðar á Íslandi. Meginrökin eru þau að veiðimenn eru sagðir skjóta ófleyga fugla sem er ósannað með öllu og flestir veiðimenn skjóta fugla á flugi. Þetta skiptir engu máli fyrir þá sem ekki stunda veiðar á heiðagæs, en á þessum 11 dögum er besti veiðitíminn fyrir heiðagæsina, en hegðun hennar verður óútreiknanleg í september. 8. Stjórnsýslulög:Stjórn VJÞ braut stjórnsýslulög með því að svara ekki með beinum hætti þeim sem gerðu athugasemdir við tillögur að stjórnar- og verndaráætluninni. Stjórnin sendi fjöldapóstinn á alla sem gerðu efnislegar athugasemdir. Eins og sést hér að framan, er það ekki að ástæðulausu sem jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenningur tekur sig saman og lætur í sér heyra. Það var ekkert tillit tekið til athugasemda þessara aðila í undirbúningsferlinu og þeir ekki taldir svaraverðir efnislega. Að saka þessa aðila um neikvæðan og villandi málflutning er úr lausu lofti gripið og sýnir best hvernig vinnubrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs eru. Landssamband hestamanna - Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna - Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi - Guðmundur G. Kristinsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir - Jakob Þór Guðbjartsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 - Sveinbjörn Halldórsson, formaður Skotveiðifélag Íslands - Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík - Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Skotreyn - Kristján Sturlaugsson, formaður Jeppavinir - Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 3. nóvember sakar stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tiltekna útivistarhópa um neikvæðan og villandi málflutning varðandi tillögur að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta er alvarleg ásökun sem snertir marga aðila s.s. jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenning. Þetta mál snýst í raun um rétt almennings til ferðafrelsis innan Vatnajökulsþjóðgarðs, en þar hafa margir ólíkir útivistarhópar ferðast saman í áratugi. Það var gefið loforð við stofnun Vatnajökulsgarðs um að ekki yrði takmörkuð sú útivist sem þar hafi verið stunduð. Staðreyndin er samt sú að í fyrirliggjandi tillögum að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggja hjá umhverfisráðherra, er verið að ganga mun lengra í takmörkunum og höftum á ferðafrelsi og útivist, en almenningur á Íslandi getur sætt sig við. Hverjar eru staðreyndir málsins: 1. Vegslóðar: Stjórn VJÞ segir ósatt að heildarlengd lokaðra vegslóða sé um 50 kílómetrar. Bara lokanir á Vikrafellsleið e (45 kílómetrar) og Vonarskarðsvegi (17 kílómetrar) gera samtals 62 kílómetra og eru þá ótaldar fjölmargar leiðir á Jökulheimasvæðinu. 2. Útivistarþarfir: Stjórn VJÞ segir þjóðgarða ekki geta uppfyllt allar þarfir útivistarfólks. Lokun á vinsælum ferðamannaleiðum án rökstuðnings um verndun tegunda og vistkerfa, verndun víðerna og friðhelgi er ekki ásættanleg. Stjórn VJÞ hefur engin rök fyrir þessum lokunum og telur sig ekki þurfa að setja þær fram. 3. Sambúð útivistarhópa: Stjórn VJÞ gengur út frá því að sambúð mismunandi útivistarhópa sé ekki raunhæfur möguleiki. Margir hafa einmitt bent á að það ætti að vera hlutverk landvarða að tryggja að ekki skapist árekstrar milli þessara hópa og nota m.a. tilkynningaskyldu. Með slíku fyrirkomulagi ættu einmitt að skapast forsendur fyrir samstarfi í stað sundrungar þeirra sem nýta sér þjónustu þjóðgarðsins. 4. Saga og menning: Þjóðgarðar hljóta að eiga að taka tillit til sögu og menningar þjóðar. Að loka Bárðargötu, elstu þjóðleið Íslendinga yfir hálendið fyrir akandi umferð og hestafólki er algjört tillitsleysi við sögu og menningu okkar Íslendinga. 5. Stærð landsvæða: Stjórn VJÞ segir að einungis sé verið að banna skotveiðar á 3,4% af nytjalandi garðsins utan jökla. Austursvæðið í VJÞ skiptir veiðimenn mestu máli, en það ásamt suðursvæði VJÞ eru þau svæði sem eru veiðanleg innan garðsins. Það er verið að loka um 23% af veiðanlegu svæði innan VJÞ með stofnun griðlands innan Snæfellsöræfa. 6. Skotveiðar í þjóðgarði nýlunda: Það er ekki rétt að veiðar í þjóðgörðum sé nýlunda, þær eru stundaðar í þjóðgörðum víða um heim. Skotveiði á ekki að vera sjálfsögð í þjóðgörðum, en veiðimenn hafa hins vegar hvatt til þess að veiðistjórnun sé byggð á traustum grunni og framkvæmd af Veiðistjórnarembættinu, sem hefur heildaryfirsýn yfir ástand stofna á Íslandi. 7. Seinkun á veiðitíma: Stjórn VJÞ leggur til að veiðar á gæs verði ekki heimilaðar frá 20. ágúst heldur frá 1. september, ólíkt því sem er annars staðar á Íslandi. Meginrökin eru þau að veiðimenn eru sagðir skjóta ófleyga fugla sem er ósannað með öllu og flestir veiðimenn skjóta fugla á flugi. Þetta skiptir engu máli fyrir þá sem ekki stunda veiðar á heiðagæs, en á þessum 11 dögum er besti veiðitíminn fyrir heiðagæsina, en hegðun hennar verður óútreiknanleg í september. 8. Stjórnsýslulög:Stjórn VJÞ braut stjórnsýslulög með því að svara ekki með beinum hætti þeim sem gerðu athugasemdir við tillögur að stjórnar- og verndaráætluninni. Stjórnin sendi fjöldapóstinn á alla sem gerðu efnislegar athugasemdir. Eins og sést hér að framan, er það ekki að ástæðulausu sem jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenningur tekur sig saman og lætur í sér heyra. Það var ekkert tillit tekið til athugasemda þessara aðila í undirbúningsferlinu og þeir ekki taldir svaraverðir efnislega. Að saka þessa aðila um neikvæðan og villandi málflutning er úr lausu lofti gripið og sýnir best hvernig vinnubrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs eru. Landssamband hestamanna - Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna - Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi - Guðmundur G. Kristinsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir - Jakob Þór Guðbjartsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 - Sveinbjörn Halldórsson, formaður Skotveiðifélag Íslands - Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík - Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Skotreyn - Kristján Sturlaugsson, formaður Jeppavinir - Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaður
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun