Stjórn VÍS vill greiða eigendum 5 milljarða í arð ingvar haraldsson skrifar 24. febrúar 2016 16:05 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, telur vöxt fyrirtækisins ánægjulegan. VÍS hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ári miðað við 1,2 milljarða hagnað árið 2014. Stjórn VÍS leggur til að 5 milljarðar verði greiddar í arð fyrir árið 2015. Þá færði fyrirtækið niður nýtt hugbúnaðarkerfi að fullu, um 1.430 milljóna króna eftir að virðisprófun á kerfinu. Hugbúnaðarkerfið hafði ekki hafði skilað því rekstrarhagfræði sem vonast var til. Innleiðingartími og kostnaður við kerfið hefur einnig reynst umtalsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Án niðurfærslunnar hefði hagnaður VÍS numið 3,2 milljörðum króna. Eigið fé VÍS nemur 17,5 milljörðum, skuldir 27,3 milljörðum og eignir 44,8 milljörðum. Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 4,1 milljarði samanborið 2,4 milljarða árið 2014. Þá nam samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, 101,5 prósentum á síðasta ári. Hlutfallið batnaði því milli ára en það var 104,5 prósent árið 2014. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu.Forstjórinn ánægður með vöxt„Ánægjulegt er að sjá að ágætur vöxtur var í innlendum iðgjöldum og hækkuðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á árinu. Þrátt fyrir iðgjaldavöxt er vöxtur í tjónatíðni áhyggjuefni og það verður áfram áskorun að ná ásættanlegri afkomu af mörgum greinaflokkum vátrygginga. Samsett hlutfall á árinu 2015 var 101,5% en markmið félagsins er að vera með samsett hlutfall undir 100%,” segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. „Góð afkoma á árinu skýrist öðru fremur af góðri ávöxtun fjárfestingaeigna. Fjárfestingastarfsemin gekk vel á árinu og er jákvæð afkoma af öllum eignaflokkum. Ávöxtun skuldabréfa var góð og eins skilaði innlenda hlutabréfasafn félagsins góðri afkomu. Ávöxtun erlendra eigna félagsins olli vonbrigðum á síðasta ári,“ bætir forstjórinn við. Ávöxtun fjáreigna nam 12,2% á árinu, en 7,1% árið 2014. Þá nam arðsemi eigin fjár nam 11,3%, en hefði numið 17,5% ef ekki hefði komið til niðurfærslu óefnislegra eigna. Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
VÍS hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ári miðað við 1,2 milljarða hagnað árið 2014. Stjórn VÍS leggur til að 5 milljarðar verði greiddar í arð fyrir árið 2015. Þá færði fyrirtækið niður nýtt hugbúnaðarkerfi að fullu, um 1.430 milljóna króna eftir að virðisprófun á kerfinu. Hugbúnaðarkerfið hafði ekki hafði skilað því rekstrarhagfræði sem vonast var til. Innleiðingartími og kostnaður við kerfið hefur einnig reynst umtalsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Án niðurfærslunnar hefði hagnaður VÍS numið 3,2 milljörðum króna. Eigið fé VÍS nemur 17,5 milljörðum, skuldir 27,3 milljörðum og eignir 44,8 milljörðum. Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 4,1 milljarði samanborið 2,4 milljarða árið 2014. Þá nam samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, 101,5 prósentum á síðasta ári. Hlutfallið batnaði því milli ára en það var 104,5 prósent árið 2014. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu.Forstjórinn ánægður með vöxt„Ánægjulegt er að sjá að ágætur vöxtur var í innlendum iðgjöldum og hækkuðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á árinu. Þrátt fyrir iðgjaldavöxt er vöxtur í tjónatíðni áhyggjuefni og það verður áfram áskorun að ná ásættanlegri afkomu af mörgum greinaflokkum vátrygginga. Samsett hlutfall á árinu 2015 var 101,5% en markmið félagsins er að vera með samsett hlutfall undir 100%,” segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. „Góð afkoma á árinu skýrist öðru fremur af góðri ávöxtun fjárfestingaeigna. Fjárfestingastarfsemin gekk vel á árinu og er jákvæð afkoma af öllum eignaflokkum. Ávöxtun skuldabréfa var góð og eins skilaði innlenda hlutabréfasafn félagsins góðri afkomu. Ávöxtun erlendra eigna félagsins olli vonbrigðum á síðasta ári,“ bætir forstjórinn við. Ávöxtun fjáreigna nam 12,2% á árinu, en 7,1% árið 2014. Þá nam arðsemi eigin fjár nam 11,3%, en hefði numið 17,5% ef ekki hefði komið til niðurfærslu óefnislegra eigna.
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira