Innlent

Stjórnarmeirihlutinn jókst um einn mann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atli Gíslason, þingmaður, er í leyfi.
Atli Gíslason, þingmaður, er í leyfi. mynd/ stefán.
Stjórnarmeirihlutinn styrktist um einn mann í dag þegar Arndís Soffía Sigurðardóttir, þingmaður VG, tók sæti sem varamaður Atla Gíslasonar þingmanns á Alþingi. Ólíkt Atla, sem hefur yfirgefið þingflokk VG, styður Arndís Soffía stjórnarmeirihlutann. Því má segja að meirihlutinn hafi styrkst tímabundið um einn mann. Ríkisstjórnin verður því með 33 manna meirihluta næsta hálfa mánuðinn í stað 32 eins og venja er þegar Atli Gíslason er á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×