Stjórnarmyndun, stéttabarátta og málamiðlanir Torfi H. Tulinius skrifar 21. desember 2016 07:00 Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar