Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 01:38 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37