Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 14:33 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Ég get sagt að svarið er nei við þeim öllum. Mér finnst þetta ekki fagnaðarefni og ég er ekki stolt af þessu og það er ekki til þess að auka traust almennings á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum og stofnunum yfirleitt,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Theodóru út í það hvaða skoðun hún hefði á sölunni á Arion banka sem tilkynnt var um um helgina. Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, keyptu 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals 48,8 milljarða króna. Salan hefur verið gagnrýnd nokkuð, ekki síst þar sem ekki liggur fyrir hver eru raunverulegu eigendur sjóðanna. Arion banka er þó skylt að upplýsa hverjir standa að baki kaupunum í þessari viku. Þórunn lagði út af litlu trausti almennings á fjármálastofnanir sem má segja að hafa verið ríkjandi í samfélaginu frá því eftir hrun.Vogunarsjóðirnir eigi hauka í horni í frændunum Bjarna og Benedikt „Það er einmitt við þessar aðstæður sem kerfislega mikilvæg fjármálastofnun er seld í hendur á erlendum vogunarsjóðum. Það er væntanlega kalt mat forsætisráðherra að þetta séu sannarlega góðar fréttir og Benedikt, frændi hans og fjármálaráðherra, er sáttur. Segja má að vogunarsjóðirnir eigi þarna sannarlega hauka í horni,“ sagði Þórunn á þingi í dag. Hún rifjaði síðan upp að einn sjóðanna sem keyptu í Arion hafi verið staðinn að mútugreiðslum í Afríku og þurft að greiða háar sektir vegna þess. Þórunn beindi síðan þremur spurningum til Theodóru: „Telur þingmaðurinn að sala á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum í hendur erlendra vogunarsjóða sé til þess fallin að auka traust almennings á fjármálakerfinu? Finnst háttvirtum þingmanni siðferðislega verjandi að fjárfestir sem staðinn hefur verið að sviksamlegum og glæpsamlegum vinnubrögðum skuli vera orðinn einn af eigendum Arion banka? Er háttvirtur þingmaður sammála þeirri skoðun forsætisráðherra að kaupin séu sannarlega góðar fréttir?“Traust ekki byggt upp með þessum hætti Theodóra svaraði öllum þessum spurningum neitandi eins og áður segir og ekki var annað að skilja á henni að hún væri nokkuð ósátt við nýja eigendur Arion banka. Hún sagði mikilvægt að fram færi umræða um eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. „Það þarf að fara fram umræða og það þarf að ríkja traust. Mér finnst mjög ósannfærandi í þessum fréttum sem hafa verið að berast núna, 9,99 prósent, hvert er markmiðið? Það vita það allir og sjá það allir. Þetta er rétt undir undir viðmiðum FME um virkan eignarhlut sem er tíu prósent og þetta er mjög ósannfærandi og þetta er ekki til þess að skapa traust. Mig langar til þess að verja þessum örfáu sekúndum sem ég á eftir að nefna það að þjóðin á betra skilið. Bankarnir fóru í þrot, drógu fólk eins og mig og fleiri með sér í svaðið með ólögmætum hætti og það tekur mörg ár að ná sér upp úr því,“ sagði Theodóra. Hún bætti við að hér þyrfti að skapa traust en að það yrði ekki gert með þeim hætti eins og búið var um söluna á Arion banka. Tengdar fréttir Færa viðskiptin yfir í sparisjóðina eftir fréttir um Arion "Það er óvenju mikil hreyfing núna." 21. mars 2017 13:07 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Ég get sagt að svarið er nei við þeim öllum. Mér finnst þetta ekki fagnaðarefni og ég er ekki stolt af þessu og það er ekki til þess að auka traust almennings á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum og stofnunum yfirleitt,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Theodóru út í það hvaða skoðun hún hefði á sölunni á Arion banka sem tilkynnt var um um helgina. Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, keyptu 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals 48,8 milljarða króna. Salan hefur verið gagnrýnd nokkuð, ekki síst þar sem ekki liggur fyrir hver eru raunverulegu eigendur sjóðanna. Arion banka er þó skylt að upplýsa hverjir standa að baki kaupunum í þessari viku. Þórunn lagði út af litlu trausti almennings á fjármálastofnanir sem má segja að hafa verið ríkjandi í samfélaginu frá því eftir hrun.Vogunarsjóðirnir eigi hauka í horni í frændunum Bjarna og Benedikt „Það er einmitt við þessar aðstæður sem kerfislega mikilvæg fjármálastofnun er seld í hendur á erlendum vogunarsjóðum. Það er væntanlega kalt mat forsætisráðherra að þetta séu sannarlega góðar fréttir og Benedikt, frændi hans og fjármálaráðherra, er sáttur. Segja má að vogunarsjóðirnir eigi þarna sannarlega hauka í horni,“ sagði Þórunn á þingi í dag. Hún rifjaði síðan upp að einn sjóðanna sem keyptu í Arion hafi verið staðinn að mútugreiðslum í Afríku og þurft að greiða háar sektir vegna þess. Þórunn beindi síðan þremur spurningum til Theodóru: „Telur þingmaðurinn að sala á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum í hendur erlendra vogunarsjóða sé til þess fallin að auka traust almennings á fjármálakerfinu? Finnst háttvirtum þingmanni siðferðislega verjandi að fjárfestir sem staðinn hefur verið að sviksamlegum og glæpsamlegum vinnubrögðum skuli vera orðinn einn af eigendum Arion banka? Er háttvirtur þingmaður sammála þeirri skoðun forsætisráðherra að kaupin séu sannarlega góðar fréttir?“Traust ekki byggt upp með þessum hætti Theodóra svaraði öllum þessum spurningum neitandi eins og áður segir og ekki var annað að skilja á henni að hún væri nokkuð ósátt við nýja eigendur Arion banka. Hún sagði mikilvægt að fram færi umræða um eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. „Það þarf að fara fram umræða og það þarf að ríkja traust. Mér finnst mjög ósannfærandi í þessum fréttum sem hafa verið að berast núna, 9,99 prósent, hvert er markmiðið? Það vita það allir og sjá það allir. Þetta er rétt undir undir viðmiðum FME um virkan eignarhlut sem er tíu prósent og þetta er mjög ósannfærandi og þetta er ekki til þess að skapa traust. Mig langar til þess að verja þessum örfáu sekúndum sem ég á eftir að nefna það að þjóðin á betra skilið. Bankarnir fóru í þrot, drógu fólk eins og mig og fleiri með sér í svaðið með ólögmætum hætti og það tekur mörg ár að ná sér upp úr því,“ sagði Theodóra. Hún bætti við að hér þyrfti að skapa traust en að það yrði ekki gert með þeim hætti eins og búið var um söluna á Arion banka.
Tengdar fréttir Færa viðskiptin yfir í sparisjóðina eftir fréttir um Arion "Það er óvenju mikil hreyfing núna." 21. mars 2017 13:07 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Færa viðskiptin yfir í sparisjóðina eftir fréttir um Arion "Það er óvenju mikil hreyfing núna." 21. mars 2017 13:07
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00