Innlent

Stjórnlagaþingfulltrúar funda með ráðherra

Mynd/Anton Brink
Stjórnlagaþingsfulltrúarnir 25 funda með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, í dag. Þar munu fulltrúarnir ræða við ráðherrann um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningu þeirra.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að stjórnlagaþingsfulltrúarnir hittust á fundi í gær og ræddu um hugmynd Stefáns Ólafssonar prófessors um að Alþingi veiti þinginu heimild til að koma saman og semja drög að nýrri stjórnarskrá. Drögin yrðu þá lögð fyrir þjóðina sem fengi að greiða atkvæði um málið áður en Alþingi tekur það fyrir. Að sögn stjórnlagaþingsfulltrúa tóku flestir fulltrúarnir vel í þessa hugmynd en ætla má að hún verði borin undir ráðherrann í dag.

Stjórnlagaþingsfulltrúarnir Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson.Mynd/Anton Brink
   .




Tengdar fréttir

Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram

„Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna.

Vilja semja stjórnarskrá

Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×