Stjórnmálafræðingur: Brosleg afstaða sjávarútvegsráðherra í selamáli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 29. mars 2011 19:30 Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira