Stjórnmálafræðingur: Brosleg afstaða sjávarútvegsráðherra í selamáli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 29. mars 2011 19:30 Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni. Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni.
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira