Viðskipti innlent

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi afhent í fimmta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, Elínrós Líndal, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Bjarni Bjarnason.
Ólafur Ragnar Grímsson, Elínrós Líndal, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Bjarni Bjarnason. Mynd/Aðsend
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, afhenti stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í gær, við hátíðlega athöfn í Veisluturninum í Kópavogi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Handhafar verðlaunanna þetta árið eru þau Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Rúmlega 50 stjórnendur voru tilnefndir til verðlaunanna.

Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnvísi eru Stjórnunarverðlaunin veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna og rökstyðja millistjórnendur, yfirstjórnendur og frumkvöðla í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi.

„Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×