Stjórnvöld auki ekki enn frekar á þensluna með ríkisútgjöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2017 07:00 „Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Sjá meira
„Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Sjá meira