Stjórnvöld lofa Strauss-Kahn að fara ekki í flatar afskriftir 4. október 2010 16:06 Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar segir að áhersla verði lögð á að einfalda þau úrræði sem þegar séu til staðar og gera þau skilvirkari. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Við erum staðráðin í að einfalda skuldaleiðréttingarferlið en höfum útilokað almenna leiðréttingu skulda (t.d. leiðréttingu á skuldum þeirra sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán snertir ekki)." Rökin fyrir þessu eru þau að flatar afskriftir yrðu of kostnaðarsamar fyrir ríkið, mikilvægt sé að viðhalda stöðugleika bankakerfisins og þá geti flatar afskriftir haft skaðleg áhrif á greiðsluvilja þjóðarinnar og viðhorf til skulda. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld muni einbeita sér að heimilum sem eru í verstri stöðu, en þau séu sem betur fer í minnihluta. AGS fagnar afléttingu á frestumn Þá segir í viljayfirlýsingunni að stofnun embættis umboðsmanns skuldara hafi verið lokaskrefið í áætlun stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimila. Nú verði lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og útskýra þau. Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði aflétt í lok október. Starfsmenn sjóðsins segjast þó hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki haldið niðri væntingum um frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til um að frekari úrræði verði ekki í boði, sérstaklega í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar. Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11 AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18 Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08 AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar segir að áhersla verði lögð á að einfalda þau úrræði sem þegar séu til staðar og gera þau skilvirkari. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Við erum staðráðin í að einfalda skuldaleiðréttingarferlið en höfum útilokað almenna leiðréttingu skulda (t.d. leiðréttingu á skuldum þeirra sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán snertir ekki)." Rökin fyrir þessu eru þau að flatar afskriftir yrðu of kostnaðarsamar fyrir ríkið, mikilvægt sé að viðhalda stöðugleika bankakerfisins og þá geti flatar afskriftir haft skaðleg áhrif á greiðsluvilja þjóðarinnar og viðhorf til skulda. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld muni einbeita sér að heimilum sem eru í verstri stöðu, en þau séu sem betur fer í minnihluta. AGS fagnar afléttingu á frestumn Þá segir í viljayfirlýsingunni að stofnun embættis umboðsmanns skuldara hafi verið lokaskrefið í áætlun stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimila. Nú verði lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og útskýra þau. Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði aflétt í lok október. Starfsmenn sjóðsins segjast þó hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki haldið niðri væntingum um frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til um að frekari úrræði verði ekki í boði, sérstaklega í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11 AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18 Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08 AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11
AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18
Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08
AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent