Stöðvaði verkfallsbrot í MR Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. mars 2014 20:55 Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira