Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 11:33 Þrátt fyrir að þjónusta túlka sé lögbundinn réttur á ýmsum sviðum samfélagsins eru mörg dæmi um misbrest á slíku. Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“ Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“
Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira