Stökkbreytt veira vekur ugg hérlendis 21. desember 2011 08:00 Fuglaflensan 2006 Vísindamenn í Hollandi segja ástæðu þess að þeir þróuðu nýlega stökkbreytt afbrigði af veirunni þá að þekkingin sé nauðsynleg í þróun betri bóluefna.Fréttablaðið/Ap Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira