Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 tæplega 450 tonn af svínakjöti var flutt inn til landsins í fyrra. Á árinu 2013 voru flutt inn til landsins um 440 tonn af svínakjöti. Megnið af þeim innflutningi, eða um 300 tonn, er svínasíður sem fara í beikonframleiðslu. Innlend framleiðsla á svínakjöti annar ekki eftirspurn landsmanna eftir þessum hluta svínakjötsframleiðslunnar. Nú er svo komið að stór hluti þess beikons sem er á boðstólum í íslenskum matvöruverslunum er innfluttur. Varan er flutt inn frosin til Íslands, söltuð reykt, skorin og pökkuð í neytendaumbúðir fyrir innlendan markað. Ekki merkja allir framleiðendur neytendaumbúðirnar með nafni upprunalandsins. Vörumerkið Búrfell, sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands upprunamerkir ekki það beikon sem þeir selja. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 77.000 dýrum á Íslandi. Heildarframleiðslan samkvæmt vef Hagstofunnar var 6.400 tonn, eða um 82 kílóa meðalþyngd á skrokknum. Neysla Íslendinga á beikoni hefur margfaldast síðustu ár. Einkum vegna svonefndra kolvetnakúra þar sem menn áttu að sneiða hjá kolvetnum og éta í staðinn fitu og prótín. Þótt neyslan upp á síðkastið hafi farið örlítið niður er ennþá gríðarleg umframeftirspurn eftir beikoni. Því hefur innflutningurinn verið gríðarlega mikill.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2, um innflutning á hráu kjöti sem myndi leiða til heilsuleysis, hafa vakið sterk viðbrögð. Hafa margir bent á að nú þegar flytjum við inn afar mikið af kjöti árlega til að anna eftirspurn landsmanna.Vísir/GVA„Framleiðsla íslensks landbúnaðar annar ekki eftirspurn eftir beikoni á landinu. Við þyrftum að fjölga slátruðum svínum um fimmtíu þúsund gripi árlega til að anna eftirspurn eftir beikoni. En þá kemur auðvitað upp það vandamál að þá yrði allt of mikið til af öðrum hlutum svínsins,“ segir Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, sem rekur Ali kjötvinnslu. „Við reynum allt hvað við getum hjá okkur til að nota einungis innlendar afurðir, en það er bara ekki hægt hvað þetta varðar. Það eru allir að kaupa erlent svínakjöt til að anna eftirspurninni. Það er ekki hægt að fá nægjanlega mikið af innlendu svínakjöti,“ segir Sveinn. Innflutningur á erlendu nautakjöti er einnig mikill. Rúmlega 250 tonn af nautakjöti voru flutt inn til landsins í fyrra og rúmlega 700 tonn af kjúklingakjöti. Þó þetta sé innan við tíu prósent af heildarframleiðslu þessara dýra hér á landi er verið að anna eftirspurn á ákveðnum hlutum dýrsins. Um 75 tonn af nautalundum voru til að mynda flutt inn til landins í fyrra. Tengdar fréttir Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Á árinu 2013 voru flutt inn til landsins um 440 tonn af svínakjöti. Megnið af þeim innflutningi, eða um 300 tonn, er svínasíður sem fara í beikonframleiðslu. Innlend framleiðsla á svínakjöti annar ekki eftirspurn landsmanna eftir þessum hluta svínakjötsframleiðslunnar. Nú er svo komið að stór hluti þess beikons sem er á boðstólum í íslenskum matvöruverslunum er innfluttur. Varan er flutt inn frosin til Íslands, söltuð reykt, skorin og pökkuð í neytendaumbúðir fyrir innlendan markað. Ekki merkja allir framleiðendur neytendaumbúðirnar með nafni upprunalandsins. Vörumerkið Búrfell, sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands upprunamerkir ekki það beikon sem þeir selja. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 77.000 dýrum á Íslandi. Heildarframleiðslan samkvæmt vef Hagstofunnar var 6.400 tonn, eða um 82 kílóa meðalþyngd á skrokknum. Neysla Íslendinga á beikoni hefur margfaldast síðustu ár. Einkum vegna svonefndra kolvetnakúra þar sem menn áttu að sneiða hjá kolvetnum og éta í staðinn fitu og prótín. Þótt neyslan upp á síðkastið hafi farið örlítið niður er ennþá gríðarleg umframeftirspurn eftir beikoni. Því hefur innflutningurinn verið gríðarlega mikill.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2, um innflutning á hráu kjöti sem myndi leiða til heilsuleysis, hafa vakið sterk viðbrögð. Hafa margir bent á að nú þegar flytjum við inn afar mikið af kjöti árlega til að anna eftirspurn landsmanna.Vísir/GVA„Framleiðsla íslensks landbúnaðar annar ekki eftirspurn eftir beikoni á landinu. Við þyrftum að fjölga slátruðum svínum um fimmtíu þúsund gripi árlega til að anna eftirspurn eftir beikoni. En þá kemur auðvitað upp það vandamál að þá yrði allt of mikið til af öðrum hlutum svínsins,“ segir Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, sem rekur Ali kjötvinnslu. „Við reynum allt hvað við getum hjá okkur til að nota einungis innlendar afurðir, en það er bara ekki hægt hvað þetta varðar. Það eru allir að kaupa erlent svínakjöt til að anna eftirspurninni. Það er ekki hægt að fá nægjanlega mikið af innlendu svínakjöti,“ segir Sveinn. Innflutningur á erlendu nautakjöti er einnig mikill. Rúmlega 250 tonn af nautakjöti voru flutt inn til landsins í fyrra og rúmlega 700 tonn af kjúklingakjöti. Þó þetta sé innan við tíu prósent af heildarframleiðslu þessara dýra hér á landi er verið að anna eftirspurn á ákveðnum hlutum dýrsins. Um 75 tonn af nautalundum voru til að mynda flutt inn til landins í fyrra.
Tengdar fréttir Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05
Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19
Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55