Innlent

Stór jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á Öskjusvæðinu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan þrjú í nótt, nánar til tekið sjö og hálfan kílómetra norð-norðaustur af Hábungu. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu.

Veðurstofu hefur ekki borist tilkynningar um að hann hafi fundist í byggð, eins og í fyrradag, þegar skjálfti upp á 2,9 fannst greinilega í Vík og nágrenni. Þótt skjálftinn í nótt hafi verið snarpari, þá var hann talsvert fjær Vík en hinn skjálftinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×