Stór mál á síðustu stundu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:30 Mynd/GVA Ríkisstjórnin fundaði í tvígang í gær og fjögur stór og umdeild mál voru afgreidd. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu einnig á milli ríkisstjórnarfunda og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að fundað verði aftur klukkan þrjú í dag. Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um veiðigjöld og sérfrumvarp um veiðigjald á makríl. Í fyrrnefnda frumvarpinu er sagt fyrir um hvernig fyrirkomulag veiðanna verður, með aflahlutdeildarsetningu. Í makrílfrumvarpinu er lagt til viðbótarveiðigjald að fjárhæð 10 krónur á kíló. Tillögur félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög voru lagðar fyrir ríkisstjórnina. Búast má við löngum þingfundum um öll málin en þingmenn eru nú þegar komnir í páskafrí og aðeins 22 þingfundir á dagskrá áður en sumarfrí skella á. Eygló Harðardóttir hefur þar að auki boðað tvö frumvörp til viðbótar um breytingu á húsnæðisbótum og stofnstyrki. Þau eru enn í kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Ef ekki næst að leggja þau fyrir ríkisstjórnina í dag þarf að leggja þau fram með afbrigðum og hefur Eygló lagt mikla áherslu á að öll frumvörp hennar verði kláruð á yfirstandandi þingi, ella verði haldið sumarþing. „Ef um er að ræða einhverja grundvallarbreytingu á húsnæðiskerfinu þá kallar það á mikla vinnu og það eru ekki margir dagar eftir. Ég legg áherslu á að það sé vandað til verka þótt það sé vissulega ánægjulegt að frumvörpin séu loksins komin fram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í tvígang í gær og fjögur stór og umdeild mál voru afgreidd. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu einnig á milli ríkisstjórnarfunda og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að fundað verði aftur klukkan þrjú í dag. Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um veiðigjöld og sérfrumvarp um veiðigjald á makríl. Í fyrrnefnda frumvarpinu er sagt fyrir um hvernig fyrirkomulag veiðanna verður, með aflahlutdeildarsetningu. Í makrílfrumvarpinu er lagt til viðbótarveiðigjald að fjárhæð 10 krónur á kíló. Tillögur félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög voru lagðar fyrir ríkisstjórnina. Búast má við löngum þingfundum um öll málin en þingmenn eru nú þegar komnir í páskafrí og aðeins 22 þingfundir á dagskrá áður en sumarfrí skella á. Eygló Harðardóttir hefur þar að auki boðað tvö frumvörp til viðbótar um breytingu á húsnæðisbótum og stofnstyrki. Þau eru enn í kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Ef ekki næst að leggja þau fyrir ríkisstjórnina í dag þarf að leggja þau fram með afbrigðum og hefur Eygló lagt mikla áherslu á að öll frumvörp hennar verði kláruð á yfirstandandi þingi, ella verði haldið sumarþing. „Ef um er að ræða einhverja grundvallarbreytingu á húsnæðiskerfinu þá kallar það á mikla vinnu og það eru ekki margir dagar eftir. Ég legg áherslu á að það sé vandað til verka þótt það sé vissulega ánægjulegt að frumvörpin séu loksins komin fram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira