Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur.
Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi.
Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.

Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda.
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum.
PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.
Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.
— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017
Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9
— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017