Stórar Eurovision-stjörnur á svið Hörpu 16. janúar 2013 07:00 Þau Sigga, Friðrik, Regína og Hera halda uppi stuðinu á Eurovision-tónleikum Pink Iceland í Silfurbergi, ásamt Páli Óskari og Eurobandinu. Fréttablaðið/Pjetur "Þetta verður æðislega stór og umfangsmikil hátíð og við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr úr öllum áttum, sem er auðvitað frábært. Það má segja að þetta sé hálfgert vetrar-pride fyrir fólk til að lyfta sér upp í skammdeginu," segir Hannes Páll Pálsson hjá Pink Iceland. Pink Iceland stendur fyrir hátíðinni Rainbow Reykjavík í annað sinn dagana 31. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Reiknað er með um sjötíu erlendum gestum á hátíðina, sem samanstendur af margs konar viðburðum og ferðum um landið. "Þeir sem kaupa sig inn á alla hátíðina þurfa í raun ekki að hugsa um neitt. Það er stjanað við þá frá morgni til kvölds," segir Hannes og bætir við að þeir séu ekki margir Íslendingarnir sem kaupa sig inn í allan pakkann, en þeir séu þó afar duglegir að láta sjá sig á einstaka viðburðum. Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Suðurlandi þar sem sem boðið verður upp á dagsferðir. Hápunkturinn verður svo föstudagskvöldið 1. febrúar þegar öllum verður safnað saman í sal Silfurbergs í Hörpu á Eurovision-tónleika. Þar mæta á svið nokkrar af okkar helstu Eurovision-stjörnum og taka nokkra af slögurum keppninnar í gegnum tíðina. Eurobandið sér um undirleik og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Hera Björk, Friðrik Ómar og Regína Ósk um sönginn. "Þegar við fórum að hugsa um vini okkar í söngbransanum og hverja við vildum fá á tónleikana þá komu þeirra nöfn upp. Palli, Sigga og Friðrik eru auðvitað öll samkynhneigð og svo eru Hera Björk og Regína Ósk algjör "gay-idol". Þarna vorum við því komin með stórkostlegt fólk á lista. Þegar við svo áttuðum okkur á því að öll höfðu þau tekið þátt í Eurovision ákváðum við að fara í þá átt að halda risastórt Eurovision-partí," segir hann. Rúmlega 500 miðar eru í boði á tónleikana, sem verða standandi. Þeir eru þegar komnir í sölu á Midi.is og Harpa.is og Hannes leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð Eurovision-áhuga og kynhneigð, en Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun fyrir samkynhneigða. "Við vinnum fyrst og fremst undir þeim merkjum að búa til aðstæður þar sem okkar fólki líður vel, en við leggjum samt sem áður áherslu á að allir séu velkomnir," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Tengdar fréttir Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
"Þetta verður æðislega stór og umfangsmikil hátíð og við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr úr öllum áttum, sem er auðvitað frábært. Það má segja að þetta sé hálfgert vetrar-pride fyrir fólk til að lyfta sér upp í skammdeginu," segir Hannes Páll Pálsson hjá Pink Iceland. Pink Iceland stendur fyrir hátíðinni Rainbow Reykjavík í annað sinn dagana 31. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Reiknað er með um sjötíu erlendum gestum á hátíðina, sem samanstendur af margs konar viðburðum og ferðum um landið. "Þeir sem kaupa sig inn á alla hátíðina þurfa í raun ekki að hugsa um neitt. Það er stjanað við þá frá morgni til kvölds," segir Hannes og bætir við að þeir séu ekki margir Íslendingarnir sem kaupa sig inn í allan pakkann, en þeir séu þó afar duglegir að láta sjá sig á einstaka viðburðum. Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Suðurlandi þar sem sem boðið verður upp á dagsferðir. Hápunkturinn verður svo föstudagskvöldið 1. febrúar þegar öllum verður safnað saman í sal Silfurbergs í Hörpu á Eurovision-tónleika. Þar mæta á svið nokkrar af okkar helstu Eurovision-stjörnum og taka nokkra af slögurum keppninnar í gegnum tíðina. Eurobandið sér um undirleik og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Hera Björk, Friðrik Ómar og Regína Ósk um sönginn. "Þegar við fórum að hugsa um vini okkar í söngbransanum og hverja við vildum fá á tónleikana þá komu þeirra nöfn upp. Palli, Sigga og Friðrik eru auðvitað öll samkynhneigð og svo eru Hera Björk og Regína Ósk algjör "gay-idol". Þarna vorum við því komin með stórkostlegt fólk á lista. Þegar við svo áttuðum okkur á því að öll höfðu þau tekið þátt í Eurovision ákváðum við að fara í þá átt að halda risastórt Eurovision-partí," segir hann. Rúmlega 500 miðar eru í boði á tónleikana, sem verða standandi. Þeir eru þegar komnir í sölu á Midi.is og Harpa.is og Hannes leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð Eurovision-áhuga og kynhneigð, en Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun fyrir samkynhneigða. "Við vinnum fyrst og fremst undir þeim merkjum að búa til aðstæður þar sem okkar fólki líður vel, en við leggjum samt sem áður áherslu á að allir séu velkomnir," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Tengdar fréttir Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00