Stórar Eurovision-stjörnur á svið Hörpu 16. janúar 2013 07:00 Þau Sigga, Friðrik, Regína og Hera halda uppi stuðinu á Eurovision-tónleikum Pink Iceland í Silfurbergi, ásamt Páli Óskari og Eurobandinu. Fréttablaðið/Pjetur "Þetta verður æðislega stór og umfangsmikil hátíð og við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr úr öllum áttum, sem er auðvitað frábært. Það má segja að þetta sé hálfgert vetrar-pride fyrir fólk til að lyfta sér upp í skammdeginu," segir Hannes Páll Pálsson hjá Pink Iceland. Pink Iceland stendur fyrir hátíðinni Rainbow Reykjavík í annað sinn dagana 31. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Reiknað er með um sjötíu erlendum gestum á hátíðina, sem samanstendur af margs konar viðburðum og ferðum um landið. "Þeir sem kaupa sig inn á alla hátíðina þurfa í raun ekki að hugsa um neitt. Það er stjanað við þá frá morgni til kvölds," segir Hannes og bætir við að þeir séu ekki margir Íslendingarnir sem kaupa sig inn í allan pakkann, en þeir séu þó afar duglegir að láta sjá sig á einstaka viðburðum. Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Suðurlandi þar sem sem boðið verður upp á dagsferðir. Hápunkturinn verður svo föstudagskvöldið 1. febrúar þegar öllum verður safnað saman í sal Silfurbergs í Hörpu á Eurovision-tónleika. Þar mæta á svið nokkrar af okkar helstu Eurovision-stjörnum og taka nokkra af slögurum keppninnar í gegnum tíðina. Eurobandið sér um undirleik og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Hera Björk, Friðrik Ómar og Regína Ósk um sönginn. "Þegar við fórum að hugsa um vini okkar í söngbransanum og hverja við vildum fá á tónleikana þá komu þeirra nöfn upp. Palli, Sigga og Friðrik eru auðvitað öll samkynhneigð og svo eru Hera Björk og Regína Ósk algjör "gay-idol". Þarna vorum við því komin með stórkostlegt fólk á lista. Þegar við svo áttuðum okkur á því að öll höfðu þau tekið þátt í Eurovision ákváðum við að fara í þá átt að halda risastórt Eurovision-partí," segir hann. Rúmlega 500 miðar eru í boði á tónleikana, sem verða standandi. Þeir eru þegar komnir í sölu á Midi.is og Harpa.is og Hannes leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð Eurovision-áhuga og kynhneigð, en Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun fyrir samkynhneigða. "Við vinnum fyrst og fremst undir þeim merkjum að búa til aðstæður þar sem okkar fólki líður vel, en við leggjum samt sem áður áherslu á að allir séu velkomnir," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Tengdar fréttir Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00 Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Sjá meira
"Þetta verður æðislega stór og umfangsmikil hátíð og við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr úr öllum áttum, sem er auðvitað frábært. Það má segja að þetta sé hálfgert vetrar-pride fyrir fólk til að lyfta sér upp í skammdeginu," segir Hannes Páll Pálsson hjá Pink Iceland. Pink Iceland stendur fyrir hátíðinni Rainbow Reykjavík í annað sinn dagana 31. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Reiknað er með um sjötíu erlendum gestum á hátíðina, sem samanstendur af margs konar viðburðum og ferðum um landið. "Þeir sem kaupa sig inn á alla hátíðina þurfa í raun ekki að hugsa um neitt. Það er stjanað við þá frá morgni til kvölds," segir Hannes og bætir við að þeir séu ekki margir Íslendingarnir sem kaupa sig inn í allan pakkann, en þeir séu þó afar duglegir að láta sjá sig á einstaka viðburðum. Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Suðurlandi þar sem sem boðið verður upp á dagsferðir. Hápunkturinn verður svo föstudagskvöldið 1. febrúar þegar öllum verður safnað saman í sal Silfurbergs í Hörpu á Eurovision-tónleika. Þar mæta á svið nokkrar af okkar helstu Eurovision-stjörnum og taka nokkra af slögurum keppninnar í gegnum tíðina. Eurobandið sér um undirleik og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Hera Björk, Friðrik Ómar og Regína Ósk um sönginn. "Þegar við fórum að hugsa um vini okkar í söngbransanum og hverja við vildum fá á tónleikana þá komu þeirra nöfn upp. Palli, Sigga og Friðrik eru auðvitað öll samkynhneigð og svo eru Hera Björk og Regína Ósk algjör "gay-idol". Þarna vorum við því komin með stórkostlegt fólk á lista. Þegar við svo áttuðum okkur á því að öll höfðu þau tekið þátt í Eurovision ákváðum við að fara í þá átt að halda risastórt Eurovision-partí," segir hann. Rúmlega 500 miðar eru í boði á tónleikana, sem verða standandi. Þeir eru þegar komnir í sölu á Midi.is og Harpa.is og Hannes leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð Eurovision-áhuga og kynhneigð, en Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun fyrir samkynhneigða. "Við vinnum fyrst og fremst undir þeim merkjum að búa til aðstæður þar sem okkar fólki líður vel, en við leggjum samt sem áður áherslu á að allir séu velkomnir," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Tengdar fréttir Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00 Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Sjá meira
Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00