Störfin skattlögð burt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi. Þannig telur ríkisstjórnin sig ekki þurfa að standa við gerða samninga. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst í sumar að áformað væri að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum skatti á stóriðjufyrirtæki. Skatturinn var þá ekki útfærður, en viðbrögð viðkomandi fyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu voru hörð. Talsmenn þeirra bentu á að nýir skattar væru brot á fjárfestingarsamningum, sem fyrirtækin hefðu gert við stjórnvöld og væru staðfestir af Alþingi. Fyrirtækin hefðu tekið á sig sérstakan orkuskatt og þar að auki fallizt á fyrirframgreiðslu skatts til að létta undir með ríkissjóði, en um leið hefði verið gert sérstakt samkomulag um að skattaumhverfi stóriðjunnar yrði óbreytt næstu árin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefði í lok síðasta árs staðfest að samkomulagið væri í fullu gildi. Á sama tíma vöruðu stjórnendur Íslandsstofu, sem hefur það verkefni með höndum að laða erlenda fjárfestingu að landinu, við þessum áformum og sögðu tíðar skattabreytingar ekki hjálpa þeim í því verkefni. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði nýjan skatt geta orðið til þess að ekki yrði af áformum um nýja fjárfestingu í útflutningsatvinnugreinum. Nú hefur fjármálaráðherrann, þrátt fyrir þessar aðvaranir og þvert á fyrri fyrirheit, lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir nýjum skatti á kolefnisrafskaut, sem notuð eru í rekstri stóriðjufyrirtækjanna. Skatturinn kemur illa við álverin í landinu og enn verr við kísilvinnslu, sem notar hlutfallslega meira af rafskautum við framleiðsluna. Talsmenn járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga segja skattinn munu éta upp allan hagnað fyrirtækisins og koma í veg fyrir áform um stækkun þess. Framkvæmdastjóri Íslenska kísilfélagsins, sem vinnur að gerð kísilverksmiðju í Helguvík, sagði í Fréttablaðinu í gær að veruleg hætta væri á að fjárfestarnir hættu við, yrði skatturinn að veruleika. Framkvæmdastjóri Thorsil, sem ætlar að reisa kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur skrifað þingmönnum og varað því því að nýi skatturinn setji áformin í uppnám. Fjármálaráðherrann á eftir að svara því hvers vegna hann var viðstaddur undirritun fjárfestingarsamnings og fleiri samninga um kísilverksmiðju í Helguvík – svona eins og hann væri hlynntur því að hún yrði reist – og af hverju hann hvatti Húsvíkinga til að binda fremur vonir við kísilverksmiðju en álver, ef hann ætlar engu að síður að koma í veg fyrir þessar fjárfestingar með vanhugsaðri skattabreytingu. Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært af afleitum árangri sínum við að koma í framkvæmd því markmiði stjórnarsáttmálans að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi. Í viðleitni til að stoppa upp í fjárlagagatið til skamms tíma eru framtíðarstörf við útflutningsiðnað skattlögð burt – og um leið þær framtíðarskatttekjur sem fyrirtækin gætu skapað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi. Þannig telur ríkisstjórnin sig ekki þurfa að standa við gerða samninga. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst í sumar að áformað væri að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum skatti á stóriðjufyrirtæki. Skatturinn var þá ekki útfærður, en viðbrögð viðkomandi fyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu voru hörð. Talsmenn þeirra bentu á að nýir skattar væru brot á fjárfestingarsamningum, sem fyrirtækin hefðu gert við stjórnvöld og væru staðfestir af Alþingi. Fyrirtækin hefðu tekið á sig sérstakan orkuskatt og þar að auki fallizt á fyrirframgreiðslu skatts til að létta undir með ríkissjóði, en um leið hefði verið gert sérstakt samkomulag um að skattaumhverfi stóriðjunnar yrði óbreytt næstu árin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefði í lok síðasta árs staðfest að samkomulagið væri í fullu gildi. Á sama tíma vöruðu stjórnendur Íslandsstofu, sem hefur það verkefni með höndum að laða erlenda fjárfestingu að landinu, við þessum áformum og sögðu tíðar skattabreytingar ekki hjálpa þeim í því verkefni. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði nýjan skatt geta orðið til þess að ekki yrði af áformum um nýja fjárfestingu í útflutningsatvinnugreinum. Nú hefur fjármálaráðherrann, þrátt fyrir þessar aðvaranir og þvert á fyrri fyrirheit, lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir nýjum skatti á kolefnisrafskaut, sem notuð eru í rekstri stóriðjufyrirtækjanna. Skatturinn kemur illa við álverin í landinu og enn verr við kísilvinnslu, sem notar hlutfallslega meira af rafskautum við framleiðsluna. Talsmenn járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga segja skattinn munu éta upp allan hagnað fyrirtækisins og koma í veg fyrir áform um stækkun þess. Framkvæmdastjóri Íslenska kísilfélagsins, sem vinnur að gerð kísilverksmiðju í Helguvík, sagði í Fréttablaðinu í gær að veruleg hætta væri á að fjárfestarnir hættu við, yrði skatturinn að veruleika. Framkvæmdastjóri Thorsil, sem ætlar að reisa kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur skrifað þingmönnum og varað því því að nýi skatturinn setji áformin í uppnám. Fjármálaráðherrann á eftir að svara því hvers vegna hann var viðstaddur undirritun fjárfestingarsamnings og fleiri samninga um kísilverksmiðju í Helguvík – svona eins og hann væri hlynntur því að hún yrði reist – og af hverju hann hvatti Húsvíkinga til að binda fremur vonir við kísilverksmiðju en álver, ef hann ætlar engu að síður að koma í veg fyrir þessar fjárfestingar með vanhugsaðri skattabreytingu. Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært af afleitum árangri sínum við að koma í framkvæmd því markmiði stjórnarsáttmálans að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi. Í viðleitni til að stoppa upp í fjárlagagatið til skamms tíma eru framtíðarstörf við útflutningsiðnað skattlögð burt – og um leið þær framtíðarskatttekjur sem fyrirtækin gætu skapað.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun