Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 20:00 Fornleifafræðingarnir með jarðsjána í gær á svokölluðum Fornufjósum, sem þeir telja núna að sé hið forna Þykkvabæjarklaustur. Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir. Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa".
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira