Stórkostlegt myndband um Íslandsheimsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. desember 2014 14:07 Cornell kom víða við. mynd/alex cornell Alex Cornell er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Cornell er þrítugur íbúi San Francisco í Kaliforníu. Í sumar var hann einn af tæplega milljón ferðamönnum sem hafa heimsóttu Ísland á árinu sem er að líða og ákvað hann að búa til stutt myndband um ferðina. Ísland var ekki eingöngu heimkynni nýrrar plánetu í Interstellar, kvikmynd Christoper Nolan, heldur er hún það einnig í myndbandi Cornell. Stór hluti þess fer fram við Kröfluvirkjun og Mývatn en náttúran er í algjöru aðalhlutverki.Planet Iceland - Expedition Memories from Alex Cornell on Vimeo. „Ég er með fyrirtæki sem kallast Moonbase. Mín vinna snýst oftar en ekki um að gera auglýsingamyndbönd fyrir sprotafyrirtæki hér í kringum San Francisco-flóa en inn á milli geri ég myndbönd í frítíma mínum,“ segir Cornell í samtali við blaðamann. Hann er í augnablikinu staddur í fríi með móður sinni og systur á Suðurskautslandinu yfir áramótin. Frítíminn þar fer einnig í upptökur og hann segist hlakka til að sjá hvort eitthvað sé varið í myndefnið. Það komi í ljós þegar hann kemst heim til sín á nýjan leik. „Myndbandið var tekið upp í ágúst á þessu ári en ég hafði áður komið til Íslands. Það var í maí í fyrra og eftir þá heimsókn fékk ég brennandi áhuga á að koma aftur og nýta fegurðina í myndband. Mig hafði langað að heimsækja Ísland í mjög langan tíma áður en ég lét verða af því,“ segir Cornell.Kortið sem sýnir reisuna árið 2013.mynd/alex cornell„Við fórum hringinn í kringum landið. Við tókum töluvert upp í Vík í Mýrdal, Mývatni, Kröflu og á Vestfjörðunum. Venjulega ókum við í fjóra til sex tíma og stoppuðum á tuttugu mínútna fresti til að ná að festa landslagið á filmu. Ferðin tók átta daga og við gistum í Vík, Smyrlabjörgum, Egilsstöðum, Mývatni, Hvammstanga, Ísafirði og Þingvöllum.“ Í fyrri ferð sinni til Íslands leitaði Alex lengi að korti til að kaupa sem minjagrip en án árangurs. Hann endaði því að útbúa eitt slíkt sjálfur sem sýndi akstursleiðina auk mynda frá ýmsum stöðum sem hann stöðvaði á. Kortið er rúmur metri á hæð og tæpir tveir metrar á lengd. „Dvölin á Íslandi var æðisleg. Uppáhalds minningin mín er sennilega að aka suðaustur strönd landsins. Venjulega líkar mér illa að vera lengi í bíl en ég fór sérstaklega til Íslands til að taka langa bíltúra. Að mínu mati er það eitt það besta sem hægt er að gera á landinu,“ segir Cornell. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Alex Cornell er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Cornell er þrítugur íbúi San Francisco í Kaliforníu. Í sumar var hann einn af tæplega milljón ferðamönnum sem hafa heimsóttu Ísland á árinu sem er að líða og ákvað hann að búa til stutt myndband um ferðina. Ísland var ekki eingöngu heimkynni nýrrar plánetu í Interstellar, kvikmynd Christoper Nolan, heldur er hún það einnig í myndbandi Cornell. Stór hluti þess fer fram við Kröfluvirkjun og Mývatn en náttúran er í algjöru aðalhlutverki.Planet Iceland - Expedition Memories from Alex Cornell on Vimeo. „Ég er með fyrirtæki sem kallast Moonbase. Mín vinna snýst oftar en ekki um að gera auglýsingamyndbönd fyrir sprotafyrirtæki hér í kringum San Francisco-flóa en inn á milli geri ég myndbönd í frítíma mínum,“ segir Cornell í samtali við blaðamann. Hann er í augnablikinu staddur í fríi með móður sinni og systur á Suðurskautslandinu yfir áramótin. Frítíminn þar fer einnig í upptökur og hann segist hlakka til að sjá hvort eitthvað sé varið í myndefnið. Það komi í ljós þegar hann kemst heim til sín á nýjan leik. „Myndbandið var tekið upp í ágúst á þessu ári en ég hafði áður komið til Íslands. Það var í maí í fyrra og eftir þá heimsókn fékk ég brennandi áhuga á að koma aftur og nýta fegurðina í myndband. Mig hafði langað að heimsækja Ísland í mjög langan tíma áður en ég lét verða af því,“ segir Cornell.Kortið sem sýnir reisuna árið 2013.mynd/alex cornell„Við fórum hringinn í kringum landið. Við tókum töluvert upp í Vík í Mýrdal, Mývatni, Kröflu og á Vestfjörðunum. Venjulega ókum við í fjóra til sex tíma og stoppuðum á tuttugu mínútna fresti til að ná að festa landslagið á filmu. Ferðin tók átta daga og við gistum í Vík, Smyrlabjörgum, Egilsstöðum, Mývatni, Hvammstanga, Ísafirði og Þingvöllum.“ Í fyrri ferð sinni til Íslands leitaði Alex lengi að korti til að kaupa sem minjagrip en án árangurs. Hann endaði því að útbúa eitt slíkt sjálfur sem sýndi akstursleiðina auk mynda frá ýmsum stöðum sem hann stöðvaði á. Kortið er rúmur metri á hæð og tæpir tveir metrar á lengd. „Dvölin á Íslandi var æðisleg. Uppáhalds minningin mín er sennilega að aka suðaustur strönd landsins. Venjulega líkar mér illa að vera lengi í bíl en ég fór sérstaklega til Íslands til að taka langa bíltúra. Að mínu mati er það eitt það besta sem hægt er að gera á landinu,“ segir Cornell.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira