Innlent

Stormviðvörun í kvöld og nótt

Mynd úr safni
Mynd úr safni
„Það verður mjög hvasst í ljósi þess að það verður stormur," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið í kvöld og nótt.

Spáð er mjög hvassri sunnan- og suðvestan átt og reikna má með að vindhviður geti farið yfir 30 metra á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi og á miðnætti má reikna með að vindhraði geti verið upp í 40 til 55 metra.



Óli Þór segir að mikil úrkoma muni fylgja storminum og þar sem jörðin sé frosin geti myndast mikið vatn á götum og gangstéttum. Fólk er hvatt til að huga að öllu lauslegu og þá er íbúum í kjallaraíbúðum ráðlagt að huga vel að íbúðum sínum.

„Ég á ekki von á því að vindhviðurnar rífi eitthvað upp sem er frosið við jörðu en innanbæjar verður þetta verst með ræsin þar sem þau geta stíflast og sundlaugar myndast á nokkrum stöðum," segir Óli Þór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×