Innlent

Stórt snjóflóð féll á þjóðveginn í Norðfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Stórt snjóflóð féll á þjóðveginn í Norðfirði á háannatímanum upp úr klukkan átta í morgun, en svo vel vildi til að engin bíll var þar á ferð, einmitt þegar flóðið féll.

Guðmundur Rafnkell Gíslason ók ásamt þremur öðrum bílum á eftir snjóplógi í átt að Oddskarsgöngunum, þegar plógurinn nam skyndilega staðar og fór að bakka.

Bílarnir þrír snéru þá strax við og drifu sig af vettvangi. Dimmt var þannig að Guðmundur sagðist ekki getað áttað sig á stærð flóðsins, en það mun vera það mikið að plógurinn kemst ekki í gegn um það og verður hjólaskófla send á staðinn.

Snjóeftirlitsmennn munu kanna aðstæður áður en mokstur hefst. Snjóflóð féll líka á þjóððveðginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar seint í nótt og lokaði veginum. Aðstæður til moksturs verða metnar í birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×