Innlent

Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
„Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap,“ spurði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í þættinum Stóru málin sem voru tekin upp fyrr í dag og verða sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi klukkan 19:20 í kvöld.

Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis.

Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“.

Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg:

„Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×