Strætó fær tuttugu nýja strætisvagna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Hluti biðskýla Reykjavíkurborgar er gamall og verður væntanlega skipt út á næstunni. Það vantar hins vegar biðskýli á 170 biðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA „Þetta helst í hendur, bætt þjónusta og fjölgun farþega. Farþegum hefur fjölgað mikið síðustu misseri og því eðlilegt að halda áfram að bæta þjónustuna,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó. Frá því í fyrra hefur strætisvagnafarþegum fjölgað um 5,1 prósent. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í Strætó bs. í ár nemi um 10 milljónum og að farþegarnir verði hátt í 11 milljónir á næsta ári. Á nýju ári verða verulegar breytingar á ferðatíðni hjá Strætó og 20 nýir strætisvagnar bætast í flotann. Hver nýr vagn kostar að meðaltali 35 milljónir með virðisaukaskatti. Það kostar Strætó því um 700 milljónir króna að kaupa nýju vagnana.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.„Nýju vagnarnir eru EUR06 sem þýðir að þeir eru umhverfisvænstu vagnarnir sem eru á markaðnum í dag,“ segir Guðrún. Vögnunum fjölgar raunar ekki um 20 við kaupin því 14 gömlum strætisvögnum verður lagt svo strætisvagnaflotinn á höfuðborgarsvæðinu stækkar um sex. Ný tímaáætlun hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi 4. janúar. Eftir þann tíma hefst akstur á sunnudagsmorgnum klukkan 9.30, eða tveimur tímum fyrr en verið hefur undanfarin misseri. Önnur stór breyting er að ferðatíðni á mörgum leiðum eykst. Strætisvagnar koma til með að aka á 15 mínútuna fresti í Grafarholti, Kópavogi, Árbæ, Norðlingaholti og við HR. Auk þess verða strætisvagnasamgöngur bættar við Landspítalann í Fossvogi og Háskóla Íslands. Með þessu verða öll helstu hverfi á höfuðborgarsvæðinu komin með 15 mínútna tíðni á annatíma kvölds og morgna. Jafnframt eru fyrirhugaðar minni háttar breytingar á einstökum leiðum og tímaáætlunum nokkurra leiða. Í Reykjavík eru 540 biðstöðvar fyrir strætó. Á 370 þeirra eru biðskýli og á Reykjavíkurborg og rekur um 230 skýli, en AFA JCDecaux á Íslandi á og sér um rekstur og viðhald um 140 strætóskýla í Reykjavík samkvæmt sérstökum samningi. Biðstöðvar án biðskýlis eru um 170 talsins. Hluti þeirra biðskýla sem Reykjavíkurborg á er kominn til ára sinna. Þetta eru gráu skýlin sem lokuð eru á þrjá vegu. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar vinnur að því að greina núverandi stöðu og koma með tillögur um úrbætur á biðstöðvum strætó í Reykjavík. Megináhersla er lögð á úrbætur á biðstöðvum án skýlis. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
„Þetta helst í hendur, bætt þjónusta og fjölgun farþega. Farþegum hefur fjölgað mikið síðustu misseri og því eðlilegt að halda áfram að bæta þjónustuna,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó. Frá því í fyrra hefur strætisvagnafarþegum fjölgað um 5,1 prósent. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í Strætó bs. í ár nemi um 10 milljónum og að farþegarnir verði hátt í 11 milljónir á næsta ári. Á nýju ári verða verulegar breytingar á ferðatíðni hjá Strætó og 20 nýir strætisvagnar bætast í flotann. Hver nýr vagn kostar að meðaltali 35 milljónir með virðisaukaskatti. Það kostar Strætó því um 700 milljónir króna að kaupa nýju vagnana.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.„Nýju vagnarnir eru EUR06 sem þýðir að þeir eru umhverfisvænstu vagnarnir sem eru á markaðnum í dag,“ segir Guðrún. Vögnunum fjölgar raunar ekki um 20 við kaupin því 14 gömlum strætisvögnum verður lagt svo strætisvagnaflotinn á höfuðborgarsvæðinu stækkar um sex. Ný tímaáætlun hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi 4. janúar. Eftir þann tíma hefst akstur á sunnudagsmorgnum klukkan 9.30, eða tveimur tímum fyrr en verið hefur undanfarin misseri. Önnur stór breyting er að ferðatíðni á mörgum leiðum eykst. Strætisvagnar koma til með að aka á 15 mínútuna fresti í Grafarholti, Kópavogi, Árbæ, Norðlingaholti og við HR. Auk þess verða strætisvagnasamgöngur bættar við Landspítalann í Fossvogi og Háskóla Íslands. Með þessu verða öll helstu hverfi á höfuðborgarsvæðinu komin með 15 mínútna tíðni á annatíma kvölds og morgna. Jafnframt eru fyrirhugaðar minni háttar breytingar á einstökum leiðum og tímaáætlunum nokkurra leiða. Í Reykjavík eru 540 biðstöðvar fyrir strætó. Á 370 þeirra eru biðskýli og á Reykjavíkurborg og rekur um 230 skýli, en AFA JCDecaux á Íslandi á og sér um rekstur og viðhald um 140 strætóskýla í Reykjavík samkvæmt sérstökum samningi. Biðstöðvar án biðskýlis eru um 170 talsins. Hluti þeirra biðskýla sem Reykjavíkurborg á er kominn til ára sinna. Þetta eru gráu skýlin sem lokuð eru á þrjá vegu. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar vinnur að því að greina núverandi stöðu og koma með tillögur um úrbætur á biðstöðvum strætó í Reykjavík. Megináhersla er lögð á úrbætur á biðstöðvum án skýlis.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira