Innlent

Strætóbílstjóri talaði í farsíma í töluverðan tíma

Birgir Olgeirsson skrifar
Framkvæmdastjóri Strætó segir að ítrekað sé fyrir strætóbílstjórum að tala ekki í síma á meðan akstri stendur.
Framkvæmdastjóri Strætó segir að ítrekað sé fyrir strætóbílstjórum að tala ekki í síma á meðan akstri stendur. Vísir
Farþegar Strætó á leið frá Selfossi til Hvolsvallar í dag sáu strætóbílsjórann tala í farsíma á meðan akstri stóð, án þess að nota handfrjálsan búnað.

Á meðal farþega voru nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem voru á leið heim til sín á Hvolsvöll en þeir sem voru í rútunni segja símtalið hafa tekið töluverðan tíma, eða frá Selfossi og nánast að Skeiðavegamótum, eða tíu til fimmtán mínútur.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir málið fara í skoðun innan fyrirtækisins, og það sé litið alvarlegum augum ef strætóbílstjórar tala í síma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað.

„Það er lögbrot og við ítrekum við okkar ökumenn að gera það ekki,“ segir Jóhannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×