Strokkur gaus rauðu - Myndband Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2015 11:30 Ferðamenn ráku upp stór augu í morgun þegar Strokkur tók að gjósa. Ásýnd hversins var með öðru móti en vanalega en svo virðist sem rauðu litarefni hafi verið hellt út í sem varð til þess að hann gaus rauðu. Listamaðurinn Marco Evaristti ber ábyrgð á uppátækinu. Um er að ræða listrænan gjörning en hann hefur undanfarið ferðast víða og sett sinn svip á náttúruna, eins og hann orðar það. Gjörninginn kallar hann „Pink state“ og segir hann í samtali við Vísi að með þessu sé hann að gera landslag að eins konar málverki. Sigurður Másson, starfsmaður á Geysissvæðinu, segir að Strokkur sé nú farinn að gjósa eðlilega. Rauðan blæ sé þó enn að sjá í frostinu „Ég veit ekki til þess að svona hafi nokkurn tímann gerst og þetta kom mér vissulega á óvart í morgun,“ segir hann. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segist harma atvikið. Listamaðurinn hafi ekki einungis sett sjálfan sig í hættu heldur sé hann einnig að vanvirða náttúruperlur Íslands. „Hann gerir þetta án nokkurs samráðs og heimildar og við hörmum þessa forheimsku. Hann fer þangað inn fyrir, þarna er sjóðandi vatn og getur verið stór hættulegt. Hann virðir hvorki boð né bönn og sýnir það að það er ekki hægt að hafa þessar perlur eftirlitslausar,“ segir Garðar.Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Sjá meira
Ferðamenn ráku upp stór augu í morgun þegar Strokkur tók að gjósa. Ásýnd hversins var með öðru móti en vanalega en svo virðist sem rauðu litarefni hafi verið hellt út í sem varð til þess að hann gaus rauðu. Listamaðurinn Marco Evaristti ber ábyrgð á uppátækinu. Um er að ræða listrænan gjörning en hann hefur undanfarið ferðast víða og sett sinn svip á náttúruna, eins og hann orðar það. Gjörninginn kallar hann „Pink state“ og segir hann í samtali við Vísi að með þessu sé hann að gera landslag að eins konar málverki. Sigurður Másson, starfsmaður á Geysissvæðinu, segir að Strokkur sé nú farinn að gjósa eðlilega. Rauðan blæ sé þó enn að sjá í frostinu „Ég veit ekki til þess að svona hafi nokkurn tímann gerst og þetta kom mér vissulega á óvart í morgun,“ segir hann. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segist harma atvikið. Listamaðurinn hafi ekki einungis sett sjálfan sig í hættu heldur sé hann einnig að vanvirða náttúruperlur Íslands. „Hann gerir þetta án nokkurs samráðs og heimildar og við hörmum þessa forheimsku. Hann fer þangað inn fyrir, þarna er sjóðandi vatn og getur verið stór hættulegt. Hann virðir hvorki boð né bönn og sýnir það að það er ekki hægt að hafa þessar perlur eftirlitslausar,“ segir Garðar.Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Sjá meira