Erlent

Ströng lög um tóbak staðfest

Engin vörumerki Sígarettupakkar í Ástralíu fela ekkert.nordicphotos/AFP
Engin vörumerki Sígarettupakkar í Ástralíu fela ekkert.nordicphotos/AFP
Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að ströngustu lög heims um tóbakssölu standist stjórnarskrá landsins.

Með lögunum er bannað að hafa merki tóbaksframleiðenda á sígarettupökkum. Þess í stað eiga að vera á pökkunum hrollvekjandi myndir sem sýna alvarlegar afleiðingar tóbaksnotkunar, ásamt berorðum yfirlýsingum um skaðsemi tóbaks.

Dómstóllinn tók ekki til greina þau rök tóbaksframleiðenda að þeir yrðu fyrir tapi vegna þessa.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×