Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2014 07:00 Vísindamönnum og fjölmiðlum hefur nær eingöngu verið hleypt að gosstöðvunum. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku. Bárðarbunga Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
„Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku.
Bárðarbunga Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira