Innlent

Styðja málstað Druslugöngunnar í haust

Linda Blöndal skrifar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði  frá því að þingmenn úr öllum flokkum hafi ákveðið að taka höndum saman í haust og flytja sameiginlega þingsályktunartillögu sem miði að því að bæta meðhöndlun og málarekstur í kynferðisbrotamálum. Viðtalið má sjá hér að ofan.

Þeir muni kalla eftir því við innanríkisráðherra að byggja á vinnu sem hafin var hjá fyrri ríkisstjórn.

Jóhanna Sigurðardóttir skipaði á fyrri hluta liðins ár starfshóp fjögurra ráðuneyta sem skilaði viðamiklum tillögum að úrbótum í þessum málum og tók ákvörðun um að veita 190 milljónum króna í málið. Síðan varð lítið úr að sögn Bjartar en sjónum er beint að meðferð slíkra mála í hinum opinbera kerfi, viðhorfin sem fórnarlömbin mæta og svo tíminn sem málsmeðferð nauðgunarmála tekur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×